Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Blaðsíða 66
62
Einkunnarorð K.F.U.M., lóh. 17, 21 : »Allir
eiga þeir að vera eitt«, er í samræmi við eining-
arhugsjón félagsins.
Bœnavika K.F.U.M. í nóvembermánuði ár hvert
er og mikill liður í þessari viðleitni og jafnframt
lind nýs kraftar og blessunar fyrir félagið um
heim allan: Bænarefnin eru hin sömu um heim
allan. Sendir miðstjórn K.F.U.M. í Sviss þau til
félaganna.
Alheimsmerki K.F.U.M. er fangamark Krists,
en Ritningin lögð á það mitt opin við
Jóh. 17, 21 og stafar þaðan geislum yfir
allar álfur, en nöfn þeirra standa í hring
á jaðri merkisins og milli þeirra skamm-
stöfun K.F.U.M. á fimm málum, bundnu letri. Sýnir
það alla megindrætti í anda felagsins: Kristur með
orð Guðs í miðið sendir út ljóma sinn yfir samfé-
lag bræðranna um heim allan, og ritningarstaður-
inn, Jóhs. 17, 21, minnir á eininguna.
Annað merki, sem mjög er orðið útbreitt, er
ameríkska merkið: þríhyrningur rauður með stöf-
um K.F.U.M. Minnir á anda, sál og líkama og
samfélagslíf.
Yms önnur merki tíðkast fyrir einstakar deildir
og starfsgreinar.
III. Dagskrá.
Félagið heitir K.F.U.M., og þeirra er K-ið
stærst. Þess vegna verður fyrsti og stærsti liður-