Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Blaðsíða 10

Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Blaðsíða 10
10 Jeg ætla ekki að lengja þessa frásögu, með því að segja frá þeim þrautum, sem biðu okk- ar enn. Sj'st.ir min dó nokkru síðar af hungri og illum aðbúnaði; þá vorum við tvö ein, bróðir minn og jeg, sem leituðum atvinnu og viðurværis, og komum loks til Kalkutta á austurströnd Indlands. Þar sem bróðir minn fjekk vinnu, var kaupið svo lítið, að við urðum að iifa á grjónum bleyttum í vatni og dálitlu af salti. Yið vorum klæðlítil og berfætt, og gátum ekki varið oss fyrir hinum brenn- andi sólarhita. fegar við vorum á ferð, gistum við vanalega undir einhverju trje. Einu sinni urð- um við að gtafa okkur tvær gryfjur niður i malar- kamb, og sópa þurrum sandi yfir okkur, til að verj- ast næturkuldanum. Stundum brögðuðum við ekki mat svo dögum skipti, og gleyptum við þá vilt ber, með hýði og kjarna, til að verjast hungurkvölum*. Á þessu ferðalagi fóru að vakna efasemdir hjá Eamabai um sannleika indversku trúarbragð- anna. Systkinin komu viða og tóku vel eptir, og sáu þá opt að heiðnu prestarnir iðkuðu öll svik, til að auðga sjálfa sig og svala girndum sínum, og hefir Ramabai sagt frá ýmsum slíkuin dæmum. Annað var og, sem þeim blöskraði að sjá, hversu auma æfi kvennfólkið átti og þó sjerstaklega ekkj- urnar livar sem þau komu, og það engu siður með- al „finustu" stjettanna. Eptir stuttan tíma fóru þau systkjuip að þulda fyrirlestj-a um uppeldi og

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.