Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Blaðsíða 6

Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Blaðsíða 6
6 laust við kraptaverkum, og ófyrirsynju eyddum við á þennan hátt tíma okkar, kröptum og eigna-leif- um. Skotsilfur vort, skrautgripir, áhöld og spari- föt, allt fór það sömu leið: t.il skurðgoða-prestanna, og loks kom sá dagur, að við höfðum ekkert til að kaupa mat fyrir. Við ráðguðumst um hvað gjöra skyldi, og fjell- umst á að betra væri að fara inn í skógana og deyja þar, en að þola vansæmd fátæktarinnar á með- al fólks vors. Sama kvöldið hjeldum við burt úr bústað okkar í Tírpathy, sem er helg borg, og gengum inn í skógana reiðubúin að deyja. Nú liðú ellefu langir og erfiðir dagar, sem við lifðum á vatni, laufi og nokkrum döðlum, sem við fundum. Loks gat hinn aldraði, elskaði faðir okkar ekki þolað lengur kvalir hungursins, hann kvaðst ætla að drekkja sjer í helgri tjörn, sem þar var, til að gjöra enda á eymdinni. Við hín skyldum svo annaðhvort fylgja sjer eptir eða skilja og reyna að afla oss viður- væris. Við kusum hið fyrra miklu fremur, þvi Hindúar telja það enga synd að drekkja sjer í helgu vatni. Faðir minn vildi deyja fyrstur, og kvaddi okkur því rækilega, jeg var yngst, 16 ára gömul, og þess vegna kvaddi hann mig seinast. Hann tók mig fast upp að sjer og marg-kyssti kinnar minar, hann bað mig mjög hiærður að minn- ast þess að hann hefði elskað mig og kennt mjer að víkja aldrei frá vegi rjettlætisins. Hann þekkti ekki hinn sanna Guð, en þó þjónaði hann honuffl

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.