Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Blaðsíða 27

Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Blaðsíða 27
27 ekki er þó neirm heimspekingurinn eða Mahntma farinn enn að taka málstað þeirra. Þoir gjöra ekk- ert til að vernda löðurlausa nje verja ekkjur, og það lítið, sem gjört er, hafa þeir gjört, sem orðið hafa fyrir kristilegum áhrifum. Uppeldi og heim- spekieru aflvana gagnvart stjetta-hleypidómum, göml- um vana og prestaslægð. Þess vegna eru fræði- menn vorir kærulausir um meðbræður sína. Þeir kvarta stundum yfir þeim konum, sem hafa þrek til að veija frelsi sitt og breyta samkvæmt sam- vizku sinni, en þeim stendur á sama um þúsund- irnar, sem hrapa árlega í giöfina eða í spillingar díkið“. Ramabai grjet opt beiskum tárum yfir eymd kvennanna og reyndi hvervetna að rjetta bágstödd- um hjáiparhönd. — Hún segir, að tiunda hver stúlka, sem hefir veiið á heimili hennar, hafi áður orðið fyrir svivirðilegu ofbeldi siðspilltra manna. — Stundum fór Ramabai i dularbúningi til veistu spillingarbælanna til að reyna að bjarga einhverjum, og sá hún þá margt hroðalegt. Þannig fór hún til Brindaban, þar sem er fjöldi ríkra presta, sem eiga stór musteri. Þeir láta vinnumenn sína njósna um ríkar ekkjur, kynnast þeim og telja þeim trú um að þær þurfi að fara pílagrímsferð eða helzt flytjast slveg til „helgu“ staðanna; þá geti þær bætt fyrir syndir sínar með því að þjóna pvestunum og fræði- nvönnunum og tigna Krishna. Þegar þær svo koma, er þeim tekið með mestu virktum, en síðan

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.