Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Blaðsíða 16

Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Blaðsíða 16
ió stöðumanni háskólans R. Bodley, og nú bauð hanii Ramabai. Hún ætlaði ekki að vera nema nokkrar vikur í Ameríku en það varð um 3 ár. Hún viidi fegin kynnast skólum þar í landi, og þar sem Anandibai dó stuttu eptir heimkomu sína til Indlands, studdi Bodley Ramabai eptir föngum, og skrifaði meðal ann- ars formála að nýrri bók, sem Ramabai gaf út. Sú bók heitir: „The High Gaste Hindu woman" (Ind- verska hástjetta konan). Þar flettir hún greinilega ofan af menntunarleysi og þrælkun indverskra kvenna sjerstaklega ekknanna, sem allt stafi af röngum sið- spilltum trúarbrögðum, og hnekki aptur allri sannri þjóðmenningu. — Pessi bók vakti afarmikla eptir- tekt. „Nú er þúsund ára þögnin rofin“, skrifaði Bod- ley i formálanum. Kristniboðarnir höfðu kvartað yfir því að ómögulegt væri að komast inn á heim- ilin, en Ramabai stóðu allar dyr opnar. Hún eignaðist, vini í Ameríku á stuttum tíma, og þar á moðal hina nafnkunnu trúar og bindindis- hetju Frances Willard, sem studdi hana með ráði og dáð. Ramabai hjelt fyrirlestra víðsvegar og á fjölmennum fundi í Boston 1887, þar sem áheyr- endur Ramabai bæði grjetu og hlóu, voru gjörð sam- tök um að styðja að því að Ramabai gæti komið upp hæli og skóla handa hástjetta ekkjum á Ind- landi, ‘þegar hún kæmi heim aptur. Nóttina eptir að fjelagið var stofnað, gat hún ekki sofið fyrir

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.