Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Blaðsíða 35
35
„hjálpartjaldanna", eða láta þær fara forsjálausar
að biðjast beininga, er sama sem að steypa þeim
i tímanlega og eilífa glötun. Síðan jeg sá þessar
vesölu ungu ekkjur, sumar í höndum vondra manna,
sumar hrp,ktar og fyrirlitnar, sumar í sjúkra-hús-
um, sumar blygðunarlausar í syndinni — þá er
helvíti orðið óttalegur veruleiki i mínum augum og
hjarta mitt grætur blóði yfir örlögum þessara
munaðarleysingja. — Hvar er kona sú, ef hún
annars á móður hjarta eða systur kærleika, sem
skorast undan að leggja til alla sína krapta, til að
bjarga mínnsta kosti fáeinum frá spillingardíkinu ?
Drottinn himnanna, sem er hjálp í neyðinni
hefir látið mig bjarga 60 ekkjum; 47 af þeim ætla
i skóia minn, en hinar vinna fyrir sjer. Pað er
enginn hægðarleikur að reisa þær á fætur.
Fæði og klæði kosta talsver^. Erfiðara er þó
að kenna þeim hreinlæti og mannasiði. Þær eru
sumar veikar af langvarandi hungri, aðrar spilltari
en dýr, — Það er ekki fljótlegt að kenna þeim,
en i Drottni erum vjer samt sterkar. — Hann
hafði falið mjer að bjarga 300 stúlkum og í hans
nafni geng jeg að starfinu. Vinir mínir í Ameríku
Senda mjer uppeldis kostnað fyrir 50 stúlkur, og
bví spyrja mig sumir, hverjir eigi að sjá um allar
hinar. Svó þurfum vjer brátt stærra húsnæði.
Hvernig á að ráða fa.im úr þessu?
Jeg veit það ekki, en Drottinn veit það. Jeg
segi með sálmaskáldinu: „Jeg er raunar vesöl og
3*