Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Qupperneq 13

Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Qupperneq 13
Í3 vjer erum settar ábekk með ofdrykkjumönnum, lasta- Þi'ælum, vitfirringum, já með dýrunum! Glæpa- mennirnir í fangelsum sínum eru hamingjusamari en vjer; því að þeir vita, hvers vegna þeir líða. Þeir Þekkja heim þinn; þeir fæðast ekki ífangelsi. Yjer þar á móti, vjer höfum ekki sjeð heiminn, jafnvel ekkiídraumi; og fyrst vjer þekkjum ekki heiminn, hvernig ætttim vjer þá að þekkja þig, skaparann? Ó, faðir alls heimsins! Hefir þú þá ekki skap- að oss? Eða hafa konurnar annan Guð? Sjerð þú að eins um karlmennina ? f ú skapaðir þó karl- mann og kvennmann! Ó, þú almáttki, getur þú ekki gjört oss annað en vjer erum, svo að vjer getum einnig notið gleði þessa lífs? Sjerð þú ekki aragrú- ann af þessum óhamingjusömu fórnardýrum? Lok- ar þú hliðum rjettlætis þíns fyrir honum? Ó, þú almáttugi Guð, sem enginn má nálgast, minnst þú miskunnar þinnar, sem er óendanlegri en hafið, og minnstu vor! Ó, Drottinn,snú þjer til vor og hjálp- aðu oss! Yjer getum ekki borið vort þunga hlut- skipti, margar af oss hafa fyrirfarið sjer og margar munu fyrirfara sjer enn! Ó, þú Drottinn miskunn- semdanna; bæn vor er að þú snúir þessari hræði- legu bölvun frá konum Indlands. Vek þú hluttekn- higu og meðaumkvun í hjörtum meðbræðra vorra, svo að vjer eyðum ekki lengur dögum vorum í gagnslausri þrá, svo að vjer björgumst fyrir rnisk- unnsemi þína og getum notið gleði lífsins."-

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.