Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Blaðsíða 40

Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Blaðsíða 40
40 Hvernig fer framvegis um stofnunina? Þar er ekkert að óttast. Þjer eigið þar land, sem kostar 60 þúsund dollara og tvo skóia með 380 stúlkum. En í þessu sambandi verð jeg að minna yður á að Ramabai ei' dauð. Sú persóna, sem gekk í yðar stað, er farin. Guð gaf mjer i morgun nýtt nafn handa fjelaginu, ef þjer viljið samþykkja það. Það er: „Trúar, vonar og kærleika fjelagið til að bjarga hástjetta ekkjum á Indlandi". Því að ekkert nema trú, von og kærleikur getur bjargað þessu landi. Snúið ekki öllum áhuga yðar að einni konu, sem deyr eins og aðrar á undan henni. Fjelagið þar á móti má ekki deyja. Og hvað getur veitt því lífs- krapt annað en trú, von og kærleikur? Berum ekki kvíðboga fyrir morgundeginum; en gætum hins að vera trúir ráðsmenn. „Leitið fyrst guðsríkis, þá mun allt þetta veitast yður“. í fyna sendi Drottinn oss 30 þúsund dollara, hann er jafn ríkur enn.........Stuttu áður en jeg fór að heiman, var jeg mjög þreytt, og hálfiangaði til að losast frá störfum. „Jeg er orðin gömul og lasburða", hugsaði jeg með mjer. En þá var sem að mjer væri hvislað: „Lestu biblíuna þina“. Og þá las jeg i Lúkasar guðspjalii um Önnu spákonu, sem „þjónaði Guði“ stöðugt, þótt hún væri orðin 84 ára gömul. Guð sagði þá við mig: Ef þú lifir svo lengi, verður þú að starfa til þess aldurs." — Á meðan Ramabai var í Ameríku önnum kafin Yið fyrirlestra og ferðalög, var freraur þröngt um

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.