Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Blaðsíða 18

Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Blaðsíða 18
18 hana í 10 ár, en þá bjóst hún við að geta fengið nægan styrk á Indlandi. Nú fór Ramabai að hugsa til heimferðar, og kom hún til Bombay á Indlandi 1. febr. 1889. Sex vikum siðar var „Ekkna heimilið" vígt í kyr- þey. Hún kailaði það Sharada Saðan (heimkynni vizkunnar). Námsmeyjarnar voru að eins tvœr, og námsgreinarnar voru í fyrstu, að læra að stafa marathamál, sanskrít og ensku. Önnur mærin hafði 3svar verið rjett að því komin að ráða sjálfri sjer bana, en hætt við af ótta fyrir því að hún kynni að verða kona aptur. Nú er hún prófessors-frú og hamingjusöm móðir. Umbótamenn Hindúa tóku Ramabai vei, þótt þeir tryðu varla að heimili hennar yrði hlutlaust um trúarbrögð. Ramabai hjelt fyrirlestra og brát.t komu fleiri til hennar. Ári seinna flutti hún heiin- ili sitt i grend við Poona og keypti þar hentugan búgarð. Sharada Saðan stendur þar enn. III. Drauinarnir rætast. Árásir lieiðingja. „Á þessu heimiii eru ekki beztu herbergin ætl- uð kennslukonunum", sagði Ramabai þegar nýi búgarðurinn við Poona var vígður í júlí 1892. „Náms- stúlkurnar mega vera hvar sem þeim sýnist, Sha- rada Saðan er eingöngu þeiira vegna. Pær eru flestar frá heimilum, þar sem allir fyiiditu þær og enginn sýndi þeim kærleika; hjer eiga þær að finna mismuninn á kærleika og kærleiksleysi. Jeg ætiast

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.