Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Side 24

Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Side 24
24 að afhenda hana Hindúanum, sem átti að vera full- trúi móðurinnar. Stúlkan fór aptur til kristniboð- ans, og þegar móðir hennar nokkru seinna kom til að sækja hana, þá var búið að skíra stúlkuna, og hirti hún þá oigi um hana framar, en heiðnu blöð- in skömmuðu Ramabai enn á ný fyrir „svik og pretti", þótt hún ætti engan hlut að máli“. — — Umbótamennirnir heiðnu, sem áður vorn sammáia Ramabai um menntun kvenna, sneru nú alveg að henni bakinu og kölluðu starf hennar „dularklætt kristniboð", og fækkuðu þá námsstúlkurna;- enn að stórum mun. En Ramabai Ijet ekki hugfallast. Drottinn vai' hennar örugga athvarf og orð hans styrkti hana ríkulega. Sjerstaklega höfðu þrjár ritningargreinar — Jes. 54. 17. Jóh. 16. 33. og Mal. 3. 10. — veitt henni huggun í þessari baráttu. Hún skrifaði vinum sínum í Ameríku um þetta leyti meðal annars: „Námsstúlkur vorar hafa fullt frelsi til að halda stjettasiðum sínum. Enginn bannar þeim að tigna skurðgoðin eða bera þau um hálsinn, ef þeim sýn- ist- Sumar stúlkurnar gjöra það, alveg eins og jeg fyr meir. Þær fá enga tilsögn hjá mjer í trúar- brögðum; þær, sem æskja þeirrar tilsagnar, verða að ieita heniiar utan skóla hjá Hindúa eða kristni- boða. Á hinn bóginn er mjer gleði að nokkurt Ijós hefir þó komið til þeirra, — ekki frá mjer held- ur frá Uuði. Jeg er sjálf kristin kona og á dótfur, sem þarf að alast upp á kristnu heimili, og segi því

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.