Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Blaðsíða 31

Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Blaðsíða 31
31 Jesú Krists, og hann hjálpaði mjer til að sjá að hann hafði afmáð synd mína. Jeg greip ioforð hans og þá hvarf byrðin. Syndir minar voru fyrirgefnar. Valdi syndarinnar hnekkt. „Sjálfur andinn vitnar með vorum anda að vjer erum börn Guðs“. Hjarta mitt var gagntekið af fögnuði, allir efasemda skugg- ar um hjálpræðið í Kristi voru horfnir. — „Svo mörgum, sem meðtóku hann, (ekki kenningu heldur lifandi persónu), gaf hann vald til að verða Guðs börn“. (Jóh. 1. 12). í fyrra las jeg æfisögu Amöndu Smith. Hún hafði verið ambátt í Ameríku, en var gefið frelsi. Eptir apturhvarf sitt vegsamar hún Guð fyrir tvöfalda björgun, björgun úr hlekkjum þrælahalds og hlekkjum syndarinnar. Jeg mætti einnig lofa Drottin fyrir hið sama. Hann hefir bjargað mjer úr fjötrum mannadóma og frá syndabyrðinni. — Seinna i bókinni ias jeg um margvíslega trúan-eynzlu hennar, og vaknaði þá hjá mjer brennandi þrá eptir að geta stöðugt orðið vör við návist heilags anda. Jeg ákaliaði Drottin og bað hann að taka allt í burt, sem hindraði mig frá að veita honum viðtöku. Um sama leyti las jeg í blöðunum að Mr. Gelson Gregson ætiaði að halda samkomu í Bombay, og Guð hagaði því svo, að jeg gat, þrátt fyrir allt anmíkið, komizt þangað. Seinna — á »tjaldafundinum“ i Lanouli — hlustaði jeg aptur á ræður hans, og fjekk þá tækifæri til að tala við hann um þetta efni. Hann svaraði spurningum

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.