Heimilisvinurinn - 01.01.1910, Blaðsíða 26

Heimilisvinurinn - 01.01.1910, Blaðsíða 26
26 HEIMILISVINURINN. Hjólin spinna, liækkar fanna kyngi — Hrœðist Vetur ei, að Stormar springi. Kunnugt er skáldinu )>aÖ vitanlega, að Vetur kon- ungur er ekki vinsœll af al]>ýöu, en það vill engan fjandskap sýna ]>essum mikilúðuga gesti, ]>ótt hann muni “stolt frá stóli jökulfanna, stjórna lengst, í óþökk guðs og manna“. Stephan býður hann velkominn. Gistu, þigðu þessi kuldaljóð, þér í sveig sem bind ég, stirð og frosin. Vinargjöf þér valin er svo góð. Verður betri ]>ér til handa kosin? Ishönd ]>inni endast mun hún betur anganrósum, sem ei þola vetur. Og svo endar kvæðið á þeirri bón skáldsins, að Vetur konungur vilji gefa því sem gistilaun. “Nokkur fjölstirnd, frostheið tunglskins-kvöld, fagurbeltuð segulstrauma ljóma, og á veldisvængjum bylja þinna Vetur, 1 y f t u þ r á t i 1 h æ r r i kynna! Það er jafnan ]>essi sama þ r á, ]>essi óstö'Svandi ]>orsti eftir að komast h æ r r a, fá aö vita meira og meira um hið sanna og fagrá, >er einkennir allan fjölda ljóða Stephans — í ýmsum myndum —. Og er sú ]>rá í í sannleika göfug. Þótt ]>að sé bæði synd og skömm, að höggva slíkt kvæði og þetta í smábúta, er ]>að tvent til afsök- unar: ad rúmið í riti voru er mjög takmarkað og ad

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/424

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.