Muninn - 01.12.1964, Page 3
B L A Ð
AKUREYRI
m u n i n n
MENNTASKOLANS A
DES. MCMLXIV 37. ÁR 2. TBL.
Líður að jólum
Desember: Skrautlýst stræti og gyllivörur
á búðarborðum. Allt er á þönum, allir
keppast við að draga í búið og kaupa jóla-
gjafir. Spenningur grípur um sig, flest virð-
ist úr hömum ganga. Hamagangur eykur
glundroða. Glundroði kernur aðeins illu
til leiðar. Kyrrð og friður leiða af sér ham-
ingju. Eigi að vera hátíð verður að vera
hamingja. Jólin eru og eiga að vera um-
fram allt hátíð friðarins, sem jafnt aldnir
sem ungir taka þátt í. Viðhorf og aðstæður
breytast ætíð eitthvað, en þörf mannsins
fyrir frið og kærleika er alltaf söm.
Vantrú mannsins á kenningum um til-
veru guðs og vald hans virðist meiri nú
en áður. Nútímamaðurinn óttast hvorki
guð né hreinsunareldinn, en hann óttast
glundroðann í lífi sjálfs sín. Það er sá ótti,
sem læðist inn í vitundina og á upptök sín
í nytleysi þess, sem maðurinn skynjar í eig-
in verkum. Því meira af andlausum hlut-
um og óþarfa, þeim mun meiri ótti, þeim
mun meira bergmál frá eigin magnleysi.
Allt líf byggist á jafnvægi. Að hugsa er
að sjá hlutina og aðstæðurnar í nýju ljósi.
Nútímamaðurinn hefur skapað sér mikinn
fjölda hluta, en hann hugsar ekki nóg um,
að hvaða notum þeir megi sannast koma,
eða til hvers þeir eiginlega eru. Jólagjaf-
irnar geta verið dæmi urn þetta.
í upphafi var orðið, og orðið var hjá
guði, og orðið var guð. (Jóh. 1, 1). En hvar
er orðið, ef það lifir ekki í stöðugum tengsl-
um við fólkið? Merking þess hefur ekkert
að segja, sé hún ekki hafin upp í annað
veldi í vitund mannsins. Til eru mörg boð-
orð, gnótt af spakmælum og lífsvizku.
Hvarvetna liafa vitringarnir skráð speki
sína. Aldrei hafa verið fleiri menn en nú,
sem boða kærleika, frið og eilíft yndi o. s.
frv., aðeins ef við göngum öll sama veg og
lokum augunum fyrir öðrum leiðum. En
kennisetningar og fyrirfram ákveðnar for-
múlur til að lifa eftir hæfa ekki skapgerð
mannsins. Leiðir manna á lífsbrautinni
liggja víða. Það er aðeins ein leið, sem við
göngum öll, — leiðin til dauðans. En leik-
sviðið, — lífið, þar sem veruleikinn talar, —
það eitt getur hrifið okkur til samstöðu, —
til sameiginlegrar hugsjónar, sem varpar
öllu fyrir borð, sem ekki samræmist æðstu
hugsjón allra hugsjóna: að lifa fyrir lífið
sjálft, — en lifa ekki til að hrúga saman
vesælu gulli o. s. frv. Hversu oft höfum við
ekki heyrt álíka orð og þessi? En hvers
vegna eru þau sífellt hundsuð af langflest-
um okkar? Er það skilyrði fyrir því, að við
höldum áfram að lifa, að við göngum sí-
fellt ofan í sömu forarpyttina og forfeð-
urnir hafa gert?
MUNINN 31