Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 4

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 4
Eigum við að játa það þegjandi og hljóðalaust, að við getum alls ekki látið okkur vítin til varnaðar verða? Er breysk- leiki okkar slíkur, að við hann verður ekk- ert ráðið? Auðvelt er að flýja af hólminum. Næg tækifæri gefast til þess. Hver er sjálfum sér næstur. A athöfnum einstaklingsins byggist gengi fjöldans. Og ekkert skiptir jafn miklu máli og sú sið- menning, sem býr í brjósti einstaklingsins. Orðið siðmenning hefur fengið blandaða merkingu. En ég á hér við hugarfarið, — skilning og afstöðu einstaklingsins til lífs- ins og til annarra manna. Hamingja fæstra er þvílík, að ekki finnist mönnum oftast eitthvað á skorta. Það stafar lijá allflestum af því, að þeir reyna alltof lít- ið til að auðga lífsskynjun sína. Hún auðg- ast af viðleitni rnanna til að skilja innstu merkingu hlutanna, af viðleitni til að fegra og göfga umhverfi sitt. Þeim mun lengra sem skilningurinn og þá jafnframt þekking- in nær (þekkingin á ætíð að vera í þágu skilningsins), því dýpri verður skynjunin. Hirðum við um sannindin, sem við skynj- um hvarvetna í lífinu, leiða þau gott af sér, eins og jörðin sjálf ber góðan ávöxt, sé hún vel ræktuð. Andinn, hinn mikli máttur mannsins, svífur yfir vötnunum. Hann er eina vopn mannsins gegn ófagnaði og óvættum, sem ætíð herja á mannkynið. Hann er eina vopnið í heiminum, sem getur unnið sig- ur á farsælan hátt. En verum þess minnug, að enginn sigur er heill, — baráttan heldur áfram til eilífðarnóns, og einmitt þess vegna er hún þess virði, að hún sé háð. Nú líður að jólum og áramótum. Megi þá eldrákin eftir flugeldana tendra fögnuð til lífsins í brjósti okkar og bjarminn frá kertunum minna okkur á óslökkvandi bál þess anda, er æ lifir. Gleðileg jól. Páll Skúlason. Á þessu ári hvarf til moldar sinnar dáð- asta ljóðskáld íslenzkt um áratugi, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Við fráfall hans er kannski ekki ótilhlýðilegt að rnenn reyni að gera sér nokkra grein fyrir stöðunni í íslenzkri ljóðlist, reyni að glöggva sig á af- stöðu Ijóðsins gagnvart fólkinu eins og sú afstaða er á okkar tímum. Eigum við nú nokkurt ljóðskáld sem náð hefur viðlíka samhljómi við þjóð sína sem hið látna skáld frá Fagraskógi? Davíð var um áratugi kyndilberi íslenzkra ljóðskálda, því verður ekki neitað, og þjóðin tók ástfóstri við ljóð hans fremur ljóðurn annarra samtíðar- skálda. Þessvegna er ekki undarlegt þótt sú spurning vakni nú að honum gengnum hver reist geti merkið sem fallið er. í síð- ustu ljóðabókinni sem Davíð sendi þjóð sinni birti hann ljóðið Harpan: „Yfir hörpunni hlýt ég að vaka, unz vitjar mín sá, er við skal taka, ungmennið fagra og ennisbjarta, sem hvílir í leiðslu við landsins hjarta og ljóð þess nemur. Hann kemur. Hann kemur. Þá rís ég úr sæti — læt söðla hestinn, sáttur við dauðann, blessa feðranna fornu tungu 32 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.