Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 12

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 12
OFURMENNIÐ Eins og allir skynsamir menn ættu að vita, eru aðeins til tvær manntegundir í öll- um þeim fjölda milljóna, sem byggja jörð- ina. Önnur tegundin er hinn venjulegi mað- ur, sem fæðist til þess eins að lifa, auka kyn sitt og deyja svo að því loknu eins og hvert annað dýr. Hin tegundin, ofurmennið, hugsuður- inn, stendur á langtum fremra þróunar- stigi, og þarf ekki að lúta þessu klúra nátt- úrulögmáli. Bölvun mannkynsins er sú, að á móti hverju einu ofurmenni, sem lítur dagsins ljós, er ungað út hundruðum milljóna venjulegra manndýra, sem ekki hafa getu til þess að skilja ofurmennið og í öfund sinni og illgirni reyna á alla lund að draga þetta eina vonarljós sitt niður í svaðið. Þó að þeim takist aldrei að buga anda of- urmennisins, þá geta þau bugað það líkam- lega, og þess vegna ligg ég, eina ofurmenni minnar samtíðar, í andaslitrunum á heilsu- hæli. Því fer fjarri, að ég sé að deyja, ég er ein- ungis að yfirgefa þennan vesæla heim, senr veit ekki né vill vita, að nú er sá, sem hvorki skorti vilja né hæfileika til þess að leiða hann út úr myrkri heimskunnar, glat- aður honum að eilífu. Fólkið er ekki einu sinni svo vel á vegi statt, að jrað taki væntanlegu andláti mínu með sinnuleysi, heldur gleðst jrað í fávizku sinni yfir jrví að losna við þennan nöldur- segg. Þið skuluð ekki halda, að þetta veki harm í hjarta mínu, það væri fráleitt, hins vegar finn ég til meðaumkunar með ykkur, sem með eigin heimsku hafið kallað glötunina yfir ykkur. Ég er líka orðinn því vanur að mæta alls staðar öfund, illgirni og einfeldni. Alltaf á öllum æviferli mínum hef ég orðið að bera þann kross. í bernsku minni, þegar ég einn stóð utan við leiki jafnaldra minna, vegna þess að ég einn sá fánýti þeirra. Á stuttri skólagöngu minni, sem lauk með brottrekstri, vegna þess að ég, sem sá í gegnum fáfræði og loddaraskap kennar- anna, neitaði að láta kúga mig til gagns- lauss lærdóms. Ég varð að þola háð óupplýstra vinnu- félaga minna, þegar ég reyndi að koma þeim í skilning um tilgangsleysi hins lík- arnlega strits. Ég varð að þola hin sárustu vonbrigði, eins og þegar ég uppgötvaði, að kaffihúsa- listamennirnir svonefndu, sem ég átti með mínar sælustu stundir og í fyrstu hugði mína jafningja, voru aðeins venjulegir menn, sem skorti þroska til þess að skilja mig. En þeir vildu það, þeir voru ekki ánægðir með heiminn. Þeir sáu fánýti stritsins og fyrirlitu það. Þess vegna þótti mér vænt um þá, en enginn þeirra var ofurmenni, ég var hið eina. Ég varð að þola brest líkamlegrar heilsu minnar aðeins þrítugur að aldri, og síðan þessi tíu ár á andlausu heilsuhæli. Þrátt fyrir þetta allt er andi minn óbug- aður, og aldrei hefur mér verið það betur ljóst en nú á jressum síðustu augnablikum líkamlegs lífs míns, hversu mikið ofur- rnenni ég er. Ó þú heimur! ef þú aðeins værir gæddur heilbrigðri skynsemi, þá væri þér ljóst, hverju þú ert að glata, og þú myndir kalla 40 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.