Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 22

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 22
Ljóð Vegurinn lá baðaður geislum hins eilífa dags. En raddir sem hrópuðu fældu Ijósið og það flúði bak við skuggann þinn. Þú felur það þar — ég fæ ekki að sjá það. ul - Annalis Scholae Framhald af bls. 37. um, sungu og hlýddu á dagskráratriði. Þar voru flutt minni, minni Islands flutti Sig- urður H. Guðmundsson, minni skólans Sverrir Kristinsson, minni kvenna Pálmi Erímannsson og minni karla Guðrún Árna- dóttir. Auk þess las Gunnar Stefánsson úr Aldamótaljóðum Einars Benediktssonar, og skólakórinn söng undir stjórn Hermanns Stefánssonar. Eftir mjög almennan fjöldasöng var hald- ið niður í skóla, hafði hann algjörlega oreytt um svip, vegna frábærra skreytinga. Þar var ýmislegt til afþreyingar þeim, sem ekki iðkuðu dansmennt, svo að engum þurfti að leiðast. Starfrækt var bíó, ljós- myndastofa, spilavíti, bar, veiðimannakofi og Tívolí. Auk þess gátu samkomugestir fengið svör við spurningum sínum hjá raf- eindaheila, sem líklega hefur verið í ólagi, ef dæma má af svörunum, sem hann gaf. Þarna var haldið listmunauppboð. Samkoman fór í alla staði vel fram, og stóð hún til kl. 3 um nóttina. ip BÓKMENNTAKYNNING var haldin 25. nóv. og kynntur Albert Camus. Skólameist- ari flutti erindi um hann, og lesið var úr verkum hans. Kynningin var hin prýðileg- asta í alla staði og eiga bókmenntakynn- inganefnd og skólameistari miklar þakkir skilið frá þeim, sem nutu. Nokkrum mánuðum eftir, að fyrsta skáldsaga Camus birtist, kom út önnur bók eftir hann, þar sem hann kernur fram með skýringar sínar á „Útlendingnum" og heimspekileg viðhorf sín. Bók þessi hefur ekki verið þýdd á íslenzku, en ég hef snúið hér úr dönsku niðurlagi hennar, sem hefur sömu fyrirsögn og bókin sjálf „Goðsögnin um Sisyfos“. Orðið „absurd“, sem á ís- lenzku er þýtt fjarstæður, kemur mjög oft fyrir þar, og er það raunar undirstaðan að þeim sjónarmiðum, sem hann dregur þar fram. Sögumaður í „Útlendingnum“ heyr- ir undir þetta orð. Hegðun hans og hann sjálfur er fjarstæður. En fjarstæðan sjálf er sambandið milli mannsins og heimsins. Staða mannsins í heiminum er fjarstæð. Heimurinn er fyrir manninum fjarstæður. Vitund mannsins og veruleiki heimsins eru órjúfandi, en samt andstæð, — og upp af þessum tveim andstæðum sprettur fjarstæð- an, sem bæði getur skapazt af vissu hugar- ástandi og af skilningi meðvitundarinnar. Hún er þannig huglægur veruleiki skynj- aður eða skilinn af einstaklingnum. Ég vona, að þetta skýri eitthvað, hvað Camus á við með orðinu „fjarstæða“ og hvað hann á við, þegar hann talar um „hinn fjarstæða mann“. Sömuleiðis vona ég, að þessi þýðing, þó af viðvaningi sé gerð, megi gefa hugmynd um þann anda, sem mjög einkennir ritverk Camus. Og ef þessi þýðing má verða til að vekja áhuga ein- hvers, sem ekki var á kynningunni, á við- horfum og ritverkum Camus, þá tel ég þetta betur gert en ekki. P. S. 50 MUNINN

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.