Muninn - 01.12.1964, Side 29
Lausavísnaþáttur
Enn hefur lausavísnaþátt.
Að vanda efndi Muninn til verðlauna-
samkeppni á skemmtun sinni nú fyrir
skömmu, hver gæti bezt botnað þessa fyrri-
parta:
Eflum ljóðið ljúfi vin
látum óðinn svífa.
og:
Meyjar senda sveinum hér
saklaust bros í laumi.
Fáir botnar bárust, og voru þeir lakari en
oft áður. Var dómnefnd sammála um, að
beztan botn hefði ort Hjálmar Freysteins-
son, sem er lesendum lausavísnaþátts að
góðu kunnur, enda hefur hann hlotið
verðlaunin, síðan hann kom hér í skóla:
Hefjum bróðir kvæðakvin
kátt til rjóðra vífa.
Hann sendi að auki nokkra aðra, og voru
þeir við seinni vísuhelminginn:
Lítil telpa tapar sér
í trylltum lífsins glaurni.
og:
Ekki kæmi óvart mér
þótt inni fyrir kraumi.
Ýmsir aðrir lögðu orð í belg:
Æsum glóð í andans ldyn
elskum stóðið vífa.
Hringabjóður hugfanginn
hélt til rjóðra vífa.
og við seinni helminginn:
Litlar drósir dilla sér
dátt í unaðsglaumi.
Fyrsta bernskuástin er
einna líkust draumi.
Halla Blöndal brugðið er;
berst mót tímans straumi.
C)g hér er vísa, tilorðin, er einn nem-
andi skólans kom inn í herbergi, þar sem
hópur skrækjandi kvenna var:
Omurleg er ævi mín
ekkert fer að vonum.
Ekkert tóbak, ekkert vín
aðeins fullt af konum.
Björn Pálsson, sem dvelst á fjöllum uppi,
sendi okkur eftirfarandi, og kunnum við
honum beztu þakkir fyrir:
Dugur þrotinn varla ver
vermir konu hjarta.
Hugur rotinn ekki er
eftir vonin bjarta.
Ekki verður meira kveðið að sinni.
- Sigurhæðir
Framhald af bls. 45.
gengum upp kirkjutröppurnar; og ég tók
fastar um hönd hennar.
„Hann orti kvæði um afa minn,“ svaraði
hún hæglátlega, og svo settumst við á bekk
á brekkunni.
Við sátum þar tvö, ein og sæl. Yfir okkur
blikaði á stjörnurnar, og máninn varpaði
fölum bjarma yfir fjöll og dali.
„Ég elska þig,“ hvíslaði ég og kyssti
hana.
„Ég elska þig líka.“ Og hún kyssti mig á
móti.
Við horfðumst í augu og brostum, og
upp frá því hef ég aldrei notað spegilinn
minn. Har. Bl.
MUNINN 57