Muninn

Volume

Muninn - 01.12.1964, Page 31

Muninn - 01.12.1964, Page 31
Viðurkennt er aftur á móti, að hverju fé- lagi er mikilvægast að gera alla meðlimi sína virka. Leið til úrbóta er til. Hún er sú, að Hug- inn taki upp, sem fastan lið í starfseminni, leiðbeiningarstarf í félagsmálum. Einnig í fundarsiðum (sumum hér í skólanum virð- ist ekki veita af smá námskeiði í þeim fræð- um. Ekki virðist skólinn heldur vera ofset- inn af skörungum til fundarstjórnar). Þetta kostar eðlilega dálitla framtakssemi, en því verður ekki að óreyndu trúað, að stjórn Hugins eigi hana ekki í fórum sínum. Raunar er hluti þessa vetrar liðinn. Það má bæta upp með því að nota þeim mun betur þann hluta, sem eftir er. Vafasamt þykir mér, að áhugi sé ekki fyrir hendi. í það minnsta verður að ganga úr skugga um það. Menntaskólanemar, tökum höndum sam- an um þetta nauðsynjamál. Höfum hugfast, að „hálfnað verk þá haf- ið er“. ess ká. Borðsiðir. Sóðaskapurinn í borðstofunni er alltof mikill og sömuleiðis hirðuleysi með mat og matarílát. Það er oft á tíðum ekki hægt að setjast við sum borðin fyrir það, hversu út- ötuð þau eru í sultu, súpu og öðru rnatar- kyns. Ekki er heldur verið að taka upp bolla eða annað, sem menn missa niður. Getur þetta orðið mjög afdrifaríkt þeim, sem hnjóta um þessa hluti, ef til vill með mjólkurkönnur eða þess háttar. Er ekki kominn tími til að lagfæra þetta? P. Ég veit eina baugalínu. Vissulega er þjóðinni nauðsyn að safna forngripum. Veita þeir góða vitneskju um líf og starf fyrri kynslóða. Hins vegar eiga þeir heima á safni, og alls ekki á að halda þeim í notkun, eftir að þeir eru orðnir far- lama og hættulegir umhverfinu. Mennta- skólinn á Akureyri á nokkuð marga slíka forngTÍpi. Eru það stólar, nokkuð við aldur og gjörðir úr tré. Hafa sumir jafnvel gizk- að á, að þeir væru jafngamiir skólanum. Þessir stólar eru hinir mestu skaðræðisgrip- ir; bæði óþægilegir hvað ásetu snertir, svo og ganga flísar úr þeim og rífa leistana skólastúlknanna. Bakar það þeim hin mestu fjárútlát, enda er verðið 50 til 70 krónur fyrir hverja sokka. Einnig getur þetta orð- ið þeim til langvarandi tjóns, andlega og líkamlega, t. d. ef þær komast ekki á skak- skemmtan vegna sokkanna. Að vísu má segja, að kvenfólkinu sé nær að ganga í haldbetri flíkum, og fyrst það hugsi ein- ungis um ytri fegurð en minna um andlegt ágæti, þá geri þetta ekkert til; stúlka, sem getur ekki varið sokkana sína fyrir flísum, getur ekki heldur varið sig ásælni skakar- anna. En ég álít þetta vera rangt sjónarmið. Þær gera þetta nú fyrir okkur, litlu skinn- in, að reyna að dylja gloppóttan anda með fögium búnaði. Og hver vildi sjá þær ganga í skólann í----— skinnbrókum? Har. Bl. LEIÐRÉTTIN GAR í síðasta tölublaði Munins urðu þau mis- tök, að niður féllu nöfn fjögurra stúdenta frá síðasta vori. Birtum við þau hér: Þórir Dan Björnsson M læknisfræði Rvk. Þórir Hjálmarsson M B. A. Rvk. Þórmundur Þórarinsson M loftskeyta- skólanum Rvk. Þráinn Þorvaldsson S viðskiptafræði Rvk. Einnig vantaði í tónlistarkynningarnefnd nafn Jóhannesar Vigfússonar, og misritazt hafði nafn Péturs Jóhannessonar í stjórn Óðins. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessu. Ritstj. MUNINN 59

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.