Muninn - 15.03.1972, Page 54
A hátt hrunginn laufi,skrjáfi í
rauðu grasi, grænum h.imnum og bláu
ljósi lýstur hugsun minni niður; á
skjannahvítt blaðið niður...
2g ætla að fara örfáum formálsorðum
að verki mínu, áður en flutningur
hefst. Nokkrar skýringar á hugtökvim
handa áttavilltum vegfaranda.
Efniviðurinn er klassískur. Hin
sígildasta athöfn allra tíma í mínum
búningi; búningi er gera mun undir-
ritaðan rómaðan um álfur að endemum
(bannaðan á vissum stöðum, lofsunginn
á öðrum).
Skálverk!
Ii*egintemað er: á priðja glasi.
Verkið sjálft í heild sinni er að sjálf-
sögðu byggt upp á gífurlegum glasa-
fjölda...
(A þriðja glasi er hugsunin búin að
öðlast nýtt líf: skært sindur orða,
samanbarðar setningar; frasar fljúga um
borð; bókmálsleg umræðan á köflum og
víða .sést maður ekki fyrir...
Lærð og óafvitandi tæknibrögð samræðna
notuð til hins ýtrasta: glas í augum.
A þrið ja glasi örlar sem sagt viða
á skýrri hugsun!
A þriðja glasi og tali maður um
persónuleg málefni er athöfnin opin og
er vel tekst til: hreinskilin.
A þrið^a glasi eru fjérmál sem og
önnur kemisk og utanaðkomandi vanda-
mál lögst í létt rúm.
A þriðja glasi...)
Gott fólk! Þetta var stuttlegur
leiðarvísir Skálverks.
Að lokum skal ég, sem höfundur verks-
ins og ábyrgðarmaður þess, taka fram að
Skálverk er á þrem flöskum og tekur
yfirleitt 2^ dag í flutningi og er eins
og v á hvolfi í lögun. Algeng sviðs-
setning til að byrja með: Borð, Plaska
Glös.
Fasten your seatbelts. No smoking,
please. Góða skemmtun!
21.-22. nóv.1971
jóhann. árelíus.