Dýravinurinn - 01.01.1885, Blaðsíða 19
13
íarið með lieimapiltinum fyrir miðdag til smiðjunnar, en þar var járnsmiðurinn
að járna liann, og margir að liorfa á, sem allir voru að tala um, hversu hestur-
inn væri dæmalaust fallegur. Jeg mundi alls eigi eptir, að Jón vagnstjóri hafði
varað mig við, að tala um malarann við Hjört, og fannstmjer það þess vegna vera
mjög eðlilegt, að fara að tala um þennan fallega hest.
það kom þvi eins og reiðarslag úr heiðskíru lopti, þegar Hjörtur rauk
upp og sagði með rödd, sem skalf af reiði:
„Já, hann kvað nú hafa fengið einn gráföxóttan enn, fanturinn
sá arna“.
það fór að fara um okkur piltana á stólunum; vjer urðum alveg forviða
á þessari heipt í karlinum. Tryggur stóð upp og leit stórum augum á hann.
það var eins og eldur brynni úr augum hans, og liann hugsaði með sjer: „Jeg
er albúinn, ef vjer eiguni að fara að fást við launskytturnar.
Jeg var orsökin i öllu þessu, og til þess því að koma mjer úr skömm-
inni, svo sem hægt var, ljet jeg eins og ekkertværium að vera og sagði: „Jeg
hjelt eigi að Magnús í ítauðumylnu væri neitt vondur maðuru.
„Hann er þrælmenni. Og jeg vil eigi lieyra hann nefndan á naín
framar, óþokkann þann arna“, sagði karlinn styggur rnjög, og reis um leið upp
úr hægindastólnum og gekk snúðugt fram og aptur um gólfið. Og Tiyggur gekk
stöðugt fram og aptur með honum, og lagði við og við höfuðið upp að liúsbónda
sínum, eins og hann vildisegja: „Jeg er hjerna; jeg skal eigi yfirgefa þig“.
En vjer drengirnir vorum þannig innan brjósts, að vjer óskuðum oss —
í fyrsta skipti i þessari stofu — að vera komnir langt i burtu. Hví kemur jóm-
frú Guðríður eigi með ljósið? hugsaði jeg. En jeg gat sleppt þeirri hugsun, því
að aldrei var kveikt, fyrri en Hjörtur sjálfur sagði til. Enda vissi bústýran, að
Hirti þótti aldrei eins gaman að reykja eins og í rökkrinu, þegar hann sat í
liægindastólnum fyrir framan ofninn. Hjörtur æddi fram og aptur um gólfið, og
var það eigi neitt þægilegt, að sitja þar inni í stofunni.
En ofsinn minnkaði smásaman, og karlinn fór að hægja á sjer, og
sömuleiðis Tryggur; þótti þeim mál komið til að hvíla sig; settist Hjörtur í hæg-
indastólinn, en Tryggur lagðist á sauðargæruna. Síðan liðu góðar tvær minútur.
„Friðrik litli, láttu mig fá brjefræmu, til þess að kveikja með i píp-
unni; það hefúr sloklmað í henni, ólukkunni þeirri arna“, sagði Hjörtur gamli.
Nú var röddin aptur orðin bæði blið og vinsamleg.
„þakka þjer fyrir, drengur minn“, sagði hann, þegar hann var búinn
að kveikja duglega í pípunni. „Settu þig nú þarna, og svo skal jeg segja þjer
og ykkur sögu. það kvað vera gott að slá því út, sem manni er innan brjósts,
og jeg vil kelzt, að þið fáið að vita, áður en þið farið, hvers vegna það fauk svona
í mig, að þið ætluðuð að leka ofan af stólunum og fara alveg ofan í jörðina af
hræðslu. þið eruð hugrakkir, karlarnir!11 sagði hann og glotti við.