Dýravinurinn - 01.01.1885, Blaðsíða 43
37
Varðhundurinn.
nu sinni var varðliundur; hann var bundinn með
hlekkjafesti bak við húsið, {tar sem húsbóndi hans
átti heima. f>angað komu menn mjög sjaldan. Nú
höfðu menn gleyrnt aumingja hundinum alveg, og
haíði hann hvorki fengið vott nje |>urt í marga daga.
„Voíf, voif!u sagði hann við sjálfan sig, „það er
þungt að þola sult, einkum fyrir mig, sem er bundinn
með lilekkjafesti, og get eigi hlaupið um og leitað að
beinum, eins og ýmsir aðrir hundar. Ef jeg hetði eigi
snjóinn hjerna til þess að sleikja, þá hlyti jeg að vera dauður úr þorsta. Uppi
í húsinu hafa menn líklega veizlu, það er hægt að sjá ljósaganginn þar. {>eir
hafa það notalegt og borða og drekka, en jeg verð að svelta í hel. Er þetta
fallegt af mönnunum? Voff', voff! þetta eru launin fyrir það, að jeg held þjóf-
um og bófum í burtu frá húsinu. Haldið þjer að jeg sje tilfinningarlaus, þóaðjeg
sje hundur. Nei, það er mín skoðun, að margur maður geti lært mikið af góð-
um hundi.“
„Jeg vildi að jeg hefði brauðbita eða nokkrar gamlar hnútur? En
þama kernur líklega hann húsbóndi mimi góður! Hann kemur líklega með eitt-
hvert góðgæti handa mjer“.
Varðlxundurinn dinglaði rófunni, ýldi af gleði og fiaðraði með mestu á-
kefð upp á húsbónda sinn. En húsbóndinn lúbarði hann með staf fyrir það, að
hann skyldi hafa verið að geltaoggóla svo mikið. Hiuidgreyið skreið lúpulegur
0g sorgbitinn inn í tunnuræfilinn, sem hann átti að hafa fyrir skýli.
Næsta morgun ránkaði menn uppi í liúsinu af tilviljun við, að varð-
hundurinn hafði ekkert fengið að jeta í marga daga. Leifum eptir veizluna
daginn áður var safnað saman í fiýti; liúsbóndinn átaldi sjálfan sig fyrir með-
ferðina á hundinum daginn áður, og fór nú sjálfur með matinn lianda aumingja
varðhundinum bundna.
Huudurinn lítur enn einu sinni þakklátum augum á liúsbónda sinn,
sleikir á honum höndina og fellur svo að fótum hans: hann var dauður! dauður
af sulti!