Dýravinurinn - 01.01.1885, Blaðsíða 38

Dýravinurinn - 01.01.1885, Blaðsíða 38
32 illa útlítandi. Hann var svartur á skrokkinn, en kolóttnr í framan og hörku legur. Kúasmalinn sagði, að hann hefði keypt hann fyrir lítið verð suður á landa- mærum, og á leiðinni hefur hann víst farið illa með hann. [>ó að hundurinn væri kúgaður og nærri dauður úr öllum æðum, þótti mjer hann þó ein- hvern veginn svo hyggindalegur, að jeg gaf kúasmala 18 kr. gullpening fyrir hann. Og aldrei hef jeg gjört annað eins kaup á æfi minni. Sirrah varþátæp- lega ársgamall, og kunni eigi hið allra minnsta að gæta fjár; en er hann sá, að þetta var skylda hans og vilji minn, þá var hann svo viljugur, að læra þetta, og svo ákafur, að mjer mun aldrei úr minni líða“. Einu sinni gjörði þessi hundur húsbónda sínum ákaflega mikinn greiða. James Hogg var smali á bæ uppi í fjöllum í 10 ár samfleytt, og varð hann opt um fráfærurnar, að gæta allt að sjö hundruð lamba. Einu sinni vildi svo til, að fráfærnalömbin sluppu út um miðnætti, stefndu þau upp á heiði og hlupu allt hvað af tók, eins og fráfærnalömbum er títt. James Hogg hafði mann sjer til hjálpar, og reyndu þeir til að hlaupa fyrir lömbin, en þetta gerði einungis illt verra, og þutu lömbin sitt í hverja áttina, sum í vestur, sum í norður og sum í suður. „Sirrah, seppi minn!“ kallaði James Hogg, „þau eru öll í burtu“. þessi orð þekkti seppi og þaut á stað, og var að augnabliki horfinn, því að náttmyrkrið var mikið. James Hogg gat með mestu fyrirhöfn og með öðrum hundi komizt fyrir nokkuð af lömbunum og stöðvaði þau, en svo missti hann þau að vörmu spori út úr höndunum á sjer aptur. Nú var hann alveg ráðalaus, hljóp að eins fram og aptur og bljes við og við í hljóðpípu, til þess að minna Sirrah á, að hann treysti á hann einan. Smali af næsta bæ rann á hljóð James Hoggs, en hann hafði enga hugmynd um, hvar lömbin myndu niðurkomin. Ekk- ert sást til hundsins. Smalamönnum þótti ráðlegra að fara eitthvað, heldur en standa alveg ráðlausir; kom þeim saman um að leita þangað, sem lömbin höfðu verið á beit daginn áður með mæðrum sínum; var þetta klettótt land, og þurftu þeir að fara hjer um bil mílu vegar. Um aptureldingu mætti James Hogg fje- laga sínum, og voru báðir jafn nær. Og sáu þeir sjer uú ekkert annað úrræði, en að fara heim við svo búið og segja húsbónda sínum, að lömbin öll — sjö hundruð — væru horfin. „Vjer vorum komnir á heimleið“, segir James Hogg, „og varð okkur þá á leiðinni litið ofan í gil, sem heitir „Flesli-Cleugh“; sáum vjer þar nokkur lömb, og fyrir framan þau stóð Sirrah á verði, og leit hann miklum vonaraugum eptir hjálp. Sólin var komin á lopt. Jeg gekk þangað, sem hundurinn var hjá lömbunum; hjelt jeg, að hann hefði náð í einhvern hópinn af þeim þremur, sem þutu frá oss um nóttina, og haldið honum síðan saman En svo fórum vjer að telja, og þá getur enginn lpst undrun vorri, er vjer komumst að raun um, að lömbin voru þar öllu sömun, og vantaði ekki eitt einasta af þeim. Sirrah hafði gætt þeirra aleinn frá miðnætti til birtingar. Enn þann dag í dag er mjer ó- skiljanlegt, hvemig hundurinn hefur getað náð öllum flokkunum saman; því að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.