Dýravinurinn - 01.01.1885, Blaðsíða 50

Dýravinurinn - 01.01.1885, Blaðsíða 50
44 Morgunkveðjan. hernai'd verður riddarinn og hestur hans að þola margar þrautir saman, og er því eðlilegt að þá sje opt fallegt samkomulag milli þeirra og vinátta. Enda kemur það og opt fyrir á löngum hergöng- um, að riddarinn kennir í brjóst um hest sinn, sem hefur borið hann svo vel, og skiptir með honum seinasta vatnsdropanum, sem hann á. Til þess eru og mörg dæmi, að hermaðurinn hafi vanið best sinn við að gefa sjer koss sem morgunkveðju. Myndin, [sem [er hjer, sýnir þess konar atvik. I síðasta ófriði milli Frakka 'og þjóðverja fóru Frakkar halloka fyrir þjóðverjum; meðal annars urðu Frakkar að gefa upp kastalann Metz. Um þessar mundir var þar enskur frjettaritari; hefur hann sagt frá dálitlu atviki í enskum blöðum, sem sýnir hvernig hermaður getur haldið af hesti sínum. „Jeg gekk ofan eptir borgargötunni“, segir frjettaritarinn, „og kom þá maður hlaupandi til mín af riddaraliðinu frakkneska og sagði: „Hesturinn minn er að deyja úr hungri. Jeg hef haft hann í fjögur ár, jeg hef látið hann seðja hungur sitt á seinasta matarbitanum mínum, og loks hef jeg látið hann vera hjá mjer á næturnar. En nú hef jeg ekki haft neitt handa honum í þrjá daga. Frelsið þjer líf hans! Látið hann fá eitthvað ofan í sig. Jeg grátbæni yður um það. þjer megið þá hafa hestinn. Og þjer munið aldrei yðrast eptir að hafa fengið hann, því að hanner gæða skepna og eptir því tryggur“. Jeg fór samstundis með manninum; á leiðinni keypti jeg brauð og skar það í sundur, til þess að gefa aumingja skepnunni. þá er .vjer komum að kofanum, þar sem hesturinn var, sneri hann sjer við og hneggjaði að eiganda sínnm, og þó var hann svo horaður og máttlaus, að hann gat varla hreyft sig. Frakkneski liðsmaðurinn hljóp að hestinum, lagði höndurnar um hálsinn á hon- um og kallaði með tárin í augunum: „þú ert frelsaður! þú ert frelsaður!“ Hesturinn heyrði til liði Frakka, og var merktur hermerki; hann var því eign sigurvegaranna þjóðversku, og þvívarðjeg, þó aö mjer væri það þvert á móti skapi, að láta þá fá hestinn; jeg bað þó fyrirliðsmanninn, að farið yrði vel með hestinn, sem hafði verið jafn tryggur og hollur við húsbónda sinn“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.