Dýravinurinn - 01.01.1885, Blaðsíða 58

Dýravinurinn - 01.01.1885, Blaðsíða 58
52 hans einu sinni á fiskiveiðar og hatði liann með sjer. Drengurinn átti að bera köríu, þar sem fiskana átti að hafa, er kynnu að veiðast, og gjörði hann það með glöðu geði. En svo sagði faðir hans honum, að taka lifancli orm og setja hann á öngulinn, en þá svaraði liann, að sjer væri slíkt ómögulegt. Eaðir lians margskipaði honum þetta og barði hann, en það kom fyrir ekki; tók faðir hans hann þá og lamdi hann eins og harðanfisk, og ski|)aði honum síðan, að snauta í burtu og koma eigi fyrir sín augu. Drengnum þótti þetta svo óbærilegt, að hann þóttist eigi geta við þetta búið, og einsetti liann sjer að fara frá föður sín- um. Ætlaði hann að fara yfir fjöllin til Noregs og líaupa sjer fylgdarmann fyrir nokkra silfurskildinga, sem hann átti. En þjónn, sem lengi liafði verið hjáföður hans, komst að fynrætlun hans og sagði föður hans frá. Faðir Adelsparres fór nú vel að drengnum og fjekk hann með góðu, til þess að hætta við f yrirætlun sína, og hjet honum, að hann skyldi fá að fara með honum til Stokkhólms; við þetta sefaðist drengurinn. J>etta var árið 1772 og þá var Adelsparre 12 ára gamall. Garibaldi, þjóðhetja Itala, var mjög góður við skepnur; og eru margar sögur til um þetta. Yecchj ofursti hefur sagt frá einu atviki, sem kom fyrir á eynni Caprera og sem sýnir, hversu Garibaldi var góður í sjer við skepnur. „Einu sinni kom smalinn inn og sagði, að hundarnir liefðu þotið í kindurnar og farið að elta þær. En kindurnar liefðu orðið svo lrræddar, að þær hefðu tvístrast og stokkið í allar áttir, og ein af ánurn hefði orðið svo felmtruð, að hún hefði hlaupið frá nýbornu lambi sínu einhvers staðar úti á millum klett- anna. j>á kom einhver fram með það, að fara með smalanum og hjálpa lionum til þess að finna lambið. Garibalda þótti þetta óskaráð og lagði þegar af stað. Meðan vjer vorum að fara upp eptir liæðunum, heyrðum vjer jarmið í lambinu og gengum á liljóðið. En svo hætti lambið að jarma, og hefur það líklega haldið að það væri bezt fyrir sig að þegja, ef það ætti að sleppa við úlfana. Vjer vor- um lengi að leita, en það var til ónýtis, og fórum vjer loks heim aptur, til þess að snæða kveldverð. j>egar er Garibaldi hafði drukkið mjólk úr könnu sinni, stóð hann upp frá borðinu, kveikti á ljóskeri, mælti eigi orð frá munni og fór af stað aptur, til þess að leita lambsins. Vjer fórum á eptir lionum npp hæð- irnar gegnum kjarrskóg. Við og við lieyrðist jarm í lambinu; en þá er vjer hjeldum að vjer værum komnir í nánd við það, hætti það að jarma, og birtan af ljóskerinu var allt of lítil til þess, að vjer gætum sjeð, hvar lambið lá. Klukkan var yfir níu, og þá fór að rigna. Vjer vorum orðnir þreyttir, og fórum vjer því heim aptur og tókum á oss náðir. Tæpum klukkutíma eptir heyrðum vjer fótatak í herberginu við hliðina, þar sem Garibaldi svaf, og tókum vjer eptir að hurðinni var lokið upp, og einhver fór út. Um miðnætti vöknuðum vjer við málróm Gari- balda; var hann þá kominn með lambið heilt á hófi og bar það á örmum sjer. Síðan fór hann að hátta, en vætti áður dálítinn svepp í mjólk og ljet hann upp lambið; bjó hann svo um það í rúmi sínu við hliðiná á sjer. Lambið var óró-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.