Dýravinurinn - 01.01.1885, Blaðsíða 24
i8
Jeg klappaði hestinum á höfuðið; hann deplaði með augunum,
eins og til að skýra augað til að sjá betur, og svo leit hann á mig þeim augum,
sem jeg aldrei hef getað gleymt. Hann ætlaði að hneggja, en það var ekki
meira úr því en vesældar kumr. Svo sneri liann höfðinu við og náði til
mín, til að sleikja hönd mina — þá sá jeg, að hann þekkti mig, eins og jeg
hafði þekkt hann — guð minn góður, þetta var Mústafah
það var undarlegt snökkt, sem heyrðist frá stólunum, þar sem
skólapiltarnir sátu. En karlinn hjelt áfram
„það var Magnús malari, sem átti Mústafa, og hannhafðiátt stúlkuna,
sem skildi við mig við rauða liliðið. — Gretur þú nú skilið, Eriðrik litli, að mjer
rennur í skap, þá er einhver fer að tala um þennan mann á mínu lieimili?u
Jeg fjekk engu svarað, en það segi jeg satt, að jeg skyldi þá eigi
hafa liikað við, að kasta malaranum inn í ofn glóandi, ef jeg hefði getað.
„Daginn eptir að jeg hafði sjeð Mústafa svona illa útleikinn, sendi
jeg Jón, skógarvörð, föður Jóns vagnstjóra, til Magnúsar í þeim erindum, að fá
hestinn keyptan. Hesturinn var eigi fjögra marka virði; en þegar Magnús
heyrði, að það var jeg, sem falaði hestinn, heimtaði hann fimm hundruð rikis-
dali fyrir hann. Jón skógarvörður hjelt, að maðurinn væri genginn frá vitinu,
og hið sama lá honum við að ætla um mig, þegar jeg gaf það orðalaust fyrir
hestinn, sem upp var sett. En Jón vissi lieldur eigi, hvað gefandi liefði verið
fyrir hann, meðan Klara sat á lionum í skóginum á Fjóni — en það vissi jeg,,
og það var munurinn!
Jeg keypti hann, eins og þið megið geta nærri, einungis til þess að
láta hann fá það, sem hann þurfti framar öllu, og það var vænt skot úr byss-
unni minni. Og það segi jeg satt, að aldrei hef jeg verið jafn óskjálfhentur, og
aldrei hef jeg hitt betur, en í það skipti, sem jeg skaut aumingja Mústafa11.
Jómfrú Guðríður hafði verið að furða sig á, hversu leið óvenjulega
langur timi, áður en beðið var um ljósið, og lauk hún upp dyrunum í því, er
Hjörtur gamli sleppti orðinu.
„Já! nú getið þjer farið að kveikja, G-uðríður mínu, sagði Hjörtur.
„Og nú er bezt að koma með kvöldmatinn hið allra fyrsta og brennheitt te,
til að velgja sjer á. það er kominn í mig hrollur, og [hvað er að tarna? jeg
held nærri því, að það sje dautt í ofninum“.
það var hljótt þetta kveld, sem vjer vorum seinast hjá Hirti gamla.
Vjer piltarnir gátum eigi gjört að gamni okkar, og karlinn kvar liugsi allt
kveldið.
þegar vj er ætluðum að fara að hátta, og jómfrú Guðríður var að líta
eptir, hvort allt væri í reglu í gestaherbergjunum, eins og hún var vön,
sagði hún: „Mjer óar við Hirti gamla í kveld. Nú hefur eitt þunglyndiskastið
komið í hann í kveld“.
„Koma svoleiðis köst opt i hann?“ spurði jeg.