Dýravinurinn - 01.01.1897, Blaðsíða 7
þarfnast hennar. En það er ekki heldur nærri þvi allstaðar að eptirlit sje
haft á því að gefa ferðahundum, þar sem menn gista með þá yfir nóttina, og
er það í alla staði vítavert skeytingarleysi þeirra, sem hundana eiga, eða hafa
þá með sjer, að fá ekki mat handa þeim bæði kvöld og morgna. Þrátt fyr-
ir hina góðu viðleitni roargra hunda að hafa gát á húsbændum sínum, verða
hundarnir þó opt eptir af þeim á ferðum, og þegar þeir eru búnir að missa
húsbónda sfns, bera þeir sig opt mjög illa. Jeg hefi opt vitað flækingshunda
leitast við að fá sjer nýjan húsbónda; þó að þeir hafi ekki átt sjö dagana
sæla i vistunum, leiðist þeim þó enn meira flækingurinn. Eu aumingja-rökk-
unum gengur opt ekki vel að finna neinn, sem vilja taka þá að sjer; það er
víða nægilega mikið til af hundum, og svo eru vesalings-flækingshundarnir
ekki í miklu áliti; þeir verða þvf opt að reyna við hvern á fætur öðrum á-
rangurslaust. Flestir gjöra sjer að skyldu að amast við flækingshundum, bæði
af þvf að menn vilja losast við þá, og af þvi að þeir þykja ekki eiga betra
skilið.
Menn ættu að vanda meðf'erð huridanna sem bezt. Þeir þurfa ekki
einungis að hafa nægilegt fæði, heldur einnig gott atlæti að öðru leyti. Þeir
eru sömu lögum háðir og mennirnir í því efni. Sje vel farið með hundana,
verða þeir gagnlegri, skemmtilegri og hættuminni en ella. Menn þurfa ekki
að hafa þau mök við hundana, sem skaðleg eru fyrir heilbrigði manna, þó
að þeir láti þá vel. En til þess að sporna við flækingi á hundum, ætti öll-
um að vera gjört að skyldu að merkja hunda sina með helsum, sem bæjar-
nafnið væri grafið á, þar sem hundurinn á heima, og helzt sýslu- og hrepps-
merki; svo geti aidrei neinn vafi leikið á þvf, hvaðan óskilahundar væru.
Þetta hefir sumstaðar verið gert, en þyrfti að verða almennt. Með þessu
móti væri stórt spor stigið í þá átt að bæta meðferð hundanna, því að flæk-
ingshundastraumurinn hefir löngum verið undirrót hinnar illu meðferðar hund-
anna yfirleitt. Bæði mundi óþörfum hundum drjúgum fækka við merkingu
þessa, þar sem hundar, eins og kunnugt er, eru nú sífellt aldir upp í stað
þeirra, sem týnast, og ekki koma til skila aptur, og einnig mundu menn fara
betur með hundana og á allan hátt láta sjer annara um þá, þegar þeir væru
orðin vissari eign. En þetta hvorttveggja yrði til þess að draga mikið úr
þeirri hættu, sem heilsu manna og fjenaðar er sífellt búin af hinum mikla og
illa hirta hundagrúa.
Rjúpnaveiðar.
Af þeim mönnum, sem fást við rjúpnaveiðar, eru sárfáir, sem hika
við að skjóta á rjúpnahópa, því að þá er útlit fyrir að þeir fái tíeiri »í skoti«,
heldur en ef þeir skjóta á einstakar rjúpur. Eu ef rnenn hugsuðu út f það,