Dýravinurinn - 01.01.1897, Blaðsíða 48

Dýravinurinn - 01.01.1897, Blaðsíða 48
38 um; svo fór hann upp i landnorður á jólanóttina með frosti og snjóslitrungi. Veðrið var þó bærilegt framan at' deginum, en meðan fólkið var í kirkjunni, herti bæði frostið og veðrið, og þegar út var komið, varð hverjum það fyrst fyrir að grípa i hattinn; svo æíir voru vindbyijirnir, og frostið reif í kinnarnar, svo að sveið i og beit bæði í nef og eyru. Nú var hver kominn á leið heim til sín, eða þá i heimboð til vinar eða ná- granna. Að eins læknishjónin og efnabóndi einn úr sókn sjera Jóns voru eptir á Mýri, því svo var til ætlazt, að þessir vinir hans enduðu þar jóladag- inn hjá honum og yrðu þar um nóttina. Presturinn bað um að lagt væri í ofninn í stofunni, og settist hann þar að skeggræðum með gestum sínum, en konurnar hjeldu sig að madömunni. Fyrst skenkti sjera Jón gestum sínum glas af vini til að taka úr þeim hroilinn og litlu síðar kom sjóðandi kafti. Þegar tími þótti til kominn, var sett fram fyrir þá borð, hlaðið öllum þeim gæðum, sem vel birgt sveita- heimili hefir að bjóða á jólunum. Þegar gestirnir voru búnir að stanga hangi- ketið úr tönnunum var borinn í stofuna rjúkandi vatnsketill, og glös og kon- jaksflaska sett á borð. Stoíán var hlý, og þægileg; og vinirnir sátu þar að glösunum glaðir og mettir, það sem eptir var kvöldsins, og hjöluðu um hvað sem í hug kom, hörkur, heyja-ásetning og skepnuhöld. Þeir gátu verið i bezta jóla skapi, þótt bylgusurnar lemdu á gluggunum og notið hátiðarinnar kvíðalaust, þvi fyrir þeim mátti veturinn láta hvernig sem hann vildi; þeir áttu nógan forða fyrir allan sinn búfjenað. Þetta vissi hver þeirra um ann- an og því var ekki á það efni minnzt; en svo voru aðrir sem ekkivoru jafn- birgir að mat eða heyjum og um þá var meira talað. Svona leið kvöldið hjá þessum mönnum; það var rólegt og inndælt jólakvöld, og þessu er ekki verið að lýsa hjer þeim til linjóðs eða áfellis; hjer var ekkert óhóf á nokkurn hátt f mat eða drykk. Þessir menn hjeldu ekki jólakvöld sitt öðruvísi en vjer myndum allir gera, ef vjer hefðum efni á. En það er einmitt við þesskonar tækifæri að oss langar svo innilega til þess, að náttúran hefði verið svo örlát við öll börn sín, að lofa þeim að njóta sömu jóla-gleðinnar eða þó að minnsta kosti að unna þeim ofurlítils af henni. Það er opt í lífinu svo skammt milli hamingju og hörmungar, að það er ómögulegt annað en að taka eptir því, og svo var 1 þetta sinn. Þegar farið var að skyggja um daginn og gestirnir sátu við kaffið, kom einn af vinnumönnunum alsnjóugur að stofudyrunum og spurði prestinn, hvort hann ætti að sækja hrossin suður í rimana og gefa þeim. Prestur kvað þess ekki mundi þurfa, þar sem nær því alautt hefði verið þangað til og þau verið í haga fram ept- ir deginum; hann gæti þó snarað dáiítilli tuggu í þau sem heim kæmi. Mað- urinn fór og gerði eins og honum var sagt. Sjera Jón átti margt hrossa og höf'ðu nokkur þeirra hörfað heim, þegar bylurinn skall á. Þau höfðu leitað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.