Dýravinurinn - 01.01.1897, Blaðsíða 14
12
ið og skrítið, og eigi síðr »kvenelskt« enn aðrar skepur, svo að nóg raundi
mega firina tii þess að tilfæra um það.
Ef skepnan á, að verða raanni að því liði, sem skaparinn hefir ætlazt
til, verðr að fara vel raeð hana, verðr að elska hana. Annars verðr hún ónýt,
úrættist og gerist úlfúðarleg, og livorki að því gagni né þeirri skemtun, sem
vera ber.
Sá, sem fer illa með skepnur, verðr að gæta þess, að skepnan er eins
gerð og eins sköpuð eins og sjálfr hann; ef hann kvelr skepnuna, í sulti verðr
hann að muna eftir því, hvað það er sárt, að vera svangr; ef hannlemrhana
svipuhöggum, verðr hann að gæta þess, að höggin eru skepnunni jafnsár, eins
og þau hefði skollið á sjálfum honum. Enn ef hann elskar skepnuna, finnr
hann í hennar stað hvað það muni vera að liða vel, ef hann annars veit hvað
það er að vera elskaðr og líða vel.
Jónas Jónasson.
Lappi.
Sönn saga.
^í^ltllir, sem hafa átt fylgispakan og tryggan hund, vita vel, hvað manni
verður hlýtt til hans, tekur sárt til hans, eins og félaga og vinar.
Það er að segja, allir þeir, sem ekkieru tilfinningadofnir og helkaldir.
Og þegar þar við bætist, að hundurinn er vel vaninn og hlýðinn fjár-
hundur, sem tekur svo óteljandi snúninga og stórkróka af húsbónda sínum,
þá er bæði eðlilegt og sjálfsagt, að milli hundsins og mannsins verði vinátta;
sú vinátta, sem enginn Jifandi maður þarf að bera kinnroða fyrir, þó það sé
»bara hundur« annars vegar.
Einn af þessum vel-tömdu hundum er Geirastaða-Lappi; enda hefir
hann að surnu leyti meir verið vinnandi félagi húsbónda síns en einungis
hlaupagikkur, til að nota sér sem mest og borga sem minnst fyrir. Er Lappi
lika svo skapi farinn, að hann hefði naumast tekið illri aðbúð með jafnaðar-
geði og alls ekki með þeim hætti orðið svo þarfur sem hann hefir reynzt.
Á Geirastöðum í Mývatnssveit eru hellar miklir og gjár, hættulegar
fyrir sauðfé á vetrum, þá er snjór hylur þær; veiða þar oít leitir stórar; að