Dýravinurinn - 01.01.1897, Blaðsíða 15

Dýravinurinn - 01.01.1897, Blaðsíða 15
13 því fé sem þannig týnist. Venjast hundar þessum leitum og verða margir að góðu liði með að þefa uppi féð. En Lappi er þeim öllum drýgri og þraut- æfðari, og hefir fundið langflest. Hann var ekki ársgamall, þegar hann fann fyrstu kindina í gjá; og hatði ekki fennt yflr hana, eftir að kindin hafði hrapað. Upp frá þvi tók hann til að leita sjálfur, og var það þá vandi hans, að standa fyrst geltandi yfir gjánni og stökkva svo niður til kindarinnar og geyja þar. Síðan tók hann til að leita og snuðra einn saman, þótt hann sæi að menn leituðu í gjám, að eins gengju við féð, og fann marga sauð- kindina á þenna hátt, áður en búið var að telja og vita að vantaði. Eitt haust fann Lappi 3 sauði í gjá í alauðu; var það í lyrstu fjall. göngum; höfðu sauðirnir stokkið þar niður í megnum sólarhita, eins og ott verður á Mývatnsfjöllum; höl'ðu tveir þeirra farið eftir hellissprungu, þangað til þeir hröpuðu í gjá, sem þar varð fyrir, og varð að sfga til þeirra, en það voru þrír faðmar til sauðanna og Lappa, sem hafði setið þar uiðri, meðan eig andi hans hitti félaga slna og fekk þá með sér; enda var Lappi [orðinn órór yfir biðinni; sjáltur komst hann ekki upp og þrjár klukkustondir varð hann að biða. Síðan heflr Lappi verið ódjarfari og gætnari að stökkva niður i gjár til sauða en áður var. Það var eitthvert haust að fennti i stórhríð 14 sauðkindur hjá Ilelga bónda Guðlaugssyni í Hólsseli á Fjöllum, og fundust ekki, þótt leitað væri. Þá var sent til Jóns bónda á Geirastöðum og skvldi nú reyna á þefvísi Lappa hans. Þegar farið var að leita um fannirnar, tók Lappi til að hlaupa þefandi og snuðrandi á undan og skömmu seinna að rifa sig niður í eina fönnina geltandi og urrandi, en þar var undir lifandi sauður; fann hann þar þrjár kindur á lítilli stnndu. Upp úr einu kindarbælinu var Lappi þrástur fyrir að fara og vildi rífa þar til sandþúíu; en þó var því ekki meiri gaumur gefinn í það skipti. Um vorið, er snjóa leysti, kom það í ljós, að þar fyrir handan sandþúfuna var kindarskrokkur. Eftir það var fyrir alvöru farið að veita rakkanum athygli. Haustið 1892 gerði hér í Þingeyjarsýslu blindbyl á rauða jörð og fennti margt fé við Fljótsheiði og á henni; víðar urðu þá fjárskaðar. Þá var Jón bóndi fenginn að leita með Lappa sinum, og varð hann svo fengsæli þá, að finna 54 kindur í fönnum. Þá var það siður Lappa, þegar hann fór að gruna um fjárfundinn, að hann hljóp einn nokkuð stóran hring á fönninni, og svo hvern af öðrum, minni og minni, þangað til hann fór að rifa sig nið- ur, geltandi, ef kindin var lifandi, en þagði, ef hún var dauð. Þegar menn voru búnir að grafa niður á kindina, var Lappi Iíka snarráður að fara niður, gelta hróðugur, ef hún var lifandi, en þreif í hnakkann á þeim dauðu og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.