Dýravinurinn - 01.01.1897, Page 44

Dýravinurinn - 01.01.1897, Page 44
34 fyrra, og þar af leiðandi slæm hey og ónýt. Heyin hafi jafnvel reynzt miklu ver en nokkurum manni hafi getað til hugar komið. Aðrir segja nú raunar, að þau liafi heldur reynzt betur en við mátti búast. Og að minnsta kosti var ekki nein fjarskaleg ónærgætni að ætlast til þess, að þeir sem hægt áttu að ná til kaupstaðar í haust — og það eiga býsna-margir nú orðið, þar sem kaupstaður er orðinn nær við nverja vík og vog á landinu — verðu heldur nokkru af skepnum sínum fyrir korngjöf til drýginda og bætis hinu ónóga og rýra heyi en að setja þær allar á það tómt, alveg á tvær hættur? Eða þessi frámunalega ljettúð, að búast ávallt við ágætisvetri og bliðu vori, svo og svo mörg ár í röð, þó að nógur sje öðrum þræði sögufróðleikur- inn um tíðarfarið hjer á landi undanfarnar aldir, og enginn sje sá heimsk- ingi að ímynda sjer, að loptslag hjer taki gjörsamlegum stakkaskiptum, eptir því sem landið eldist. Lá ekki nviklu nær að búast við hörðum vetri í liaust, eptir væga vetur undanfarna hvern eptir annan og svo langt sem liðið er nú síðan reglulegur harðindavetur hefir komið? En hvernig mundi þá hafa farið? Eitt er bráðnauðsynlegt fyrir þingið að gera í sumar, og það er að samþykkja hátíðlega og í einu hljóði afnám horíellislaganna, sem það heimsk- aðist til að setja fyrir 14 árum. Það er hið eina rjetta, frá hvoru sjónarmiði sem það mál er skoðað — hvort heldur frá sjónarmiði þeirra, sem illa er við að iög sjeu vettugi virð og þeim sje traðkaðjafnt af yfirvöldum sem undir- gefnum, eins og raun hefir á orðið um þessi lög frá upphafi vegna þeirra; eða hinna, sem afla vilja sjer alþýðuhylli með því að varast að koma við nokk- urt kaun í þjóðlífi voru, heldur láta sem þeir geri hvorki að heyra nje sjá neitt af því tagi — augnaþjóna þjóðarinnar, sem haga orðum sínum og gjörð- um eptir því, sem þeir ætla henni geðfeldast í þann svipinn, en liirða eigi hót um, hvað henni er í raun og sannleika hollast og lieilladrjúgast. (2. júní 1897). B. J. Fundarhald, ]c^f(jí?eðráttan var köld og gróðurlaust í vor, þegar farfuglarnir komu; þeir voru því svangir og kaldir, en þrátt fyrir það voru þeir að kvaka ogsyngja,

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.