Dýravinurinn - 01.01.1897, Blaðsíða 21

Dýravinurinn - 01.01.1897, Blaðsíða 21
17 haustið var hjer eptir í heimahögum dilkær, sem jeg átti ekki, en var hjeð- an ættuð og hagvön hjer. Stundarfjórðungs gang frá bænum eru fjárhús; þangað hafði ærin leitað í hreti, er gjörði um haustið, og þar tók pestin lambið; ærin var þá ein eptir síns liðs. Hafðist hún við um tíma eptir þetta i kringum húsin, en hestarnir mínir voru um þær mundir á sama svæði. Þegar frá leið, var farið að taka eptir því að ærin hjelt sig einkum að einum hestinum, sem við kölluðum Stjóra, af því hann var þungur í taumi. Var það auðsjeð, að ærin í raunum sínum, og þeq-ar hún var orðin ein síns liðs, hafði valið sjer þennan hest fyrir vin, Dag eptir dag sá jeg þessa vini elta hvorn annan, bíta sömu þúfuna og sofa og hvílast hvorn við annars hlið. Þegar fjeð löngu seinna var rekið ofan af fjallinu, ljet jeg fara með ána og hestinn út í fjeð. Þau höfðu þá lengi verið hjer í kringum túnið, og hafði jeg því gott tækifæri til að taka eptir þeim. En ekki sinnti ærin kind- unum; hún hjelt tryggð við hestinn og skildu þau ekki fyr en ærin ásamt fjenu var tekin á gjöf. Kola. Fyrir nokkrum árutn keypti jeg kú, sem jeg á enn þá; bún heitir Kola. Hún er engin framúrskarandi mjólkurkýr og sæti, eptir frannnistöðu sinni í þeim efnum, við röðun varla fyrir ofan miðjan bekk, en ef raða ætti eptir greind og öðrum mannlegum eiginlegleikum, kæmi þykkja i mig fyrir hennar hönd ef ekki fengi hún að sitja efst. Þegar jeg eignaðist Kolu, átti jeg aðra kú, er öðrum frernur leit eptir kálfum er fylgdu kúnum, en þegar Kola fór að kynnast, tók hún alveg að sjer þetta starf. Var hún ávallt öpt- ust af kúnum og kálfarnir þar hjá henni; yfir um á fara kýrnar stundum opt á dag, fram og aptur; hafði Kola þá jafnan þann sið að nema staðar í miðri ánni, hvað djúpt sem var; stóð hún þar baulandi og beið eptir kálfun- um, og er þeir komu, ljet hún þá fara fram hjá sjer og á undan það sem eptir var yfir um, svo hún sæi hvað þeim liði. Aldrei vantaði svo kálfana á kveldin að ekki vantaði Kolu líka; hún mat meira að líta eptir þeim, en að fylgja kúnum heim til rnjalta á venjulegum tíma. Ef hret var, hafði hún kálfana ýmist í skjóli við sig ef hún lá, eða undir kverk sjer ef hún stóð. Veturinn næstan eptir var kálfur undan henni látinn lifa ásamt öðrum kálfi á sama aldri. Um þessa kálfa ljet hún sjer mjög annt, er farið var að hleypa þeim út um vorið; en er kom fram á sumarið, varð vart vanheilinda á kálfi Kolu; sást það brátt að hann mundi dragast upp, og ljet jeg því slátra honum. Kálfurinn var tekinn úr fjósinu um morgun og kúnum hleypt út rjett á eptir. Kola hafði veður af því að farið var með kálfinn heim að O
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.