Dýravinurinn - 01.01.1897, Blaðsíða 12
10
£f vér athugum það nú vel, hverju þetta kærleikssamband milli manna
og dýra megnar að koma fram, þá megum vér Islendingar skammast okkar í
meira lagi fyrir hestameðferðina okkar; hún er börmuleg, enda er kynið eftir
því hér hjá okkur — og er þó hreinasta furða, hvað margir verulega góðir
gæðingar eru til hér á landi. Það er þó ekki sérlega ástúðleg meðferð, sem
vér höfum á hestum okkar — láta þá ganga á gaddinum raeðan fært er, og
stundum góðan tíma lengr, — láta þá standa samanbundna í hlöðum eða kaup-
staðargötum, stundum heila daga, — halda á þeim ósvífnar dagleiðir, hungruð-
um og þyrstura, sumstaðar með taumana í töglunum — þetta er ekki sérlega
efnilegt fyrir kynið, enda er það i mörgu eftir því. Of fá dæmi eru til þess
hér á landi, að regluleg vinátta hafi skapazt á milli raanns og hests.
Það eru sjálfsagt langalkunnastar og altiðastar sögur um þetta óeigin-
gjarna kærleikslíf, sem myndazt getr ámilli manna og hunda; smalinn og hund-
urinn hans eru oft hérumbil óaðskiljanlegir vinir. Það tekr þvi ekki að fara
langt út í þá sálma. Það er svo alkunnugt, að minsta kosti kaupendum
Dýravinarins, að þar þarf engu við að bæta; enda þó að eg bætti svo sem
tveim eða þrem hundasögum við, væri það að bera i bakkafullan lækinn.
En það er annað, sem eg vildi benda á. Yér komumst ekki af án hundanna
— og hundlaust heimili er í raun og veru einhvernveginn dauft; það er eins
og það vanti einhvern góðan vin á heimilið; hundsaugunum er við brugðið
fyrir trúmensku þá og dygð, sem úr þeim skín. Og það er satt; það eru mörg
mannsaugun leiðinlegri og hrekkjalegri enn hundsaugun. Enn nú haf'a bæði
löggjöf og læknar gert sitt til af sörnu orsök, að gera hundana óþokkaða á
heimilum manna; þeim er kent um einn hinn kvalafylsta og þyngsta kvilla
á mönnum og skepnurn: nullaveikina, og það eru líka full rök til þess. Enn
það er mönrrunum að kenna; það þarf ekki fremr að ala bendilormaua í hund-
uuum en lús eða annan óþverra ásjálfum sér; það er hægt að hreinsa afsér
óþverrann með hreinlæti, og það má hreinsa hundinn með litlum tilkostnaði
og pössunarserni, sem ekki kostar neitt, að grafa niður sulli og sollna parta
úr, kindum, svo að hundar nái ekki í það; þá mundi það bráðum á sannast,
að hundrinn yrði engin hættuskepna, og eklci þyrfti að varast hann. Það væri
líka jafngott, að hafa þá færri og venja þá betr enn vfða er gert. Það mundi
bæta kyn þeirra og auka verð þeirra fram úr því sern er.
Það hefir aldrei veriö gert mikið úr kærleikanum hennar kisu, enn
þó er það vist, að hundstrygð getr líka i henni búið, Hún kisa sú, sem fór að
veiða mýsnar harida barninu í vöggunni, hefir auðsjáanlega ætlað að gera þvi
vel til með því að færa því þessa krás. Hún gat nú ekki betr. Það er ann-
ars hreinasta furða, hvað kettir geta verið góðir við börn, því að ekki er
meðferðin altjend góð hjá þvi fólki; kettir sækjast oft eftir að liggja hjá ung-
börnum i vöggu eða rúmi, og séð hefi eg kött vefja sig utan um hálfklætt