Dýravinurinn - 01.01.1897, Blaðsíða 26

Dýravinurinn - 01.01.1897, Blaðsíða 26
22 dvaldi heima. Til þess að ná i tæka tíð á fundinn, þurfti Steinar að fara snemma morguns og ríða drjúgum hratt — hann var orðinn á eftir hinum sveit- ungum sinum að sækja fundinn. Nóttina eftir var riðið heim; það voru margir á óþreyttum, bráðfjör- ugum, verðháum gæðingum, sem þeir spöruðu ekki til hlaupanna, en Skuggi var eins iéttstígur og þeir, engu kappsminni né að hanri mæddist meira. Stein- ari þótti heldur illa riðið fyrst, meðan allt» var i fangið, ,en þegar eftir var svo sem fjórðungur vegarins, lét hann Skugga taka sprettinn alla leið upp að Lækj- arbug; og þá voru það hinir, sem þótti of hart riðið. Hvað sem öðrum hefur sýnzt, þá virtist Steinari Skuggi hvorki ljótur né óeigulegur, þar sem hann stóð berbakaður, nýkominn á fætur frá að velta sér, greip deigbitana tuggði þá og rendi þeim niður, eins ómóður og honum hel'ði ekki verið komið á bak. Brúnjarpi, dökki skrokkurinn gljáði svitastork- inn, grannur og rennilegur, ákaflega strengdur og hálslangur, fóthár og svip- mikill. Dökku augun glóðu við sólarbjarmann, sem roðaði austurloftið, og brunnu af heimfýsi og ofurkappi. Það sleit enginn gæðinganna hann af sér, spölinn sem eftir var heim. — »Harm var léttstígur og þindarlaus þá, blessað ur aumingja karlinn minn — — en nú er það allt liðið. . . . Þessa skuld eiga allir að gjalda, bæði þú og ég . . . eldast, hrörna og deyja, það er gamla sag- an«. Steinar strauk hægri hendi um enni og augu; það var svipað þvf, að hann væri ekki hrausteygur svona snemma morguns. Þennan dag átti Skuggi að fara alfarinn frá honum. Átti að selja Fjörðungum hanri til slátrunar. Steinar þóttist þurfa verðið — hann var ald- rei fésterkur — og setti þeim, sem hestinum áttu að verzla, aðeins þau ský- iaus skilvrði, að Skuggi yrði ekki brúkaður neitt, og drepinn það haust, skot- inn af vönum og vissum manni. Maðurinn lofaði þessu, tók Skugga gamla og hélt á stað. * * * Tíðin var afbragðsgóð um haustið, rauð jörð og þíð nálega bæði nótt og dag; það dró nrargur forsjáll búmaður vel að sjer föngin þá; og margur, sem hafði unun af ferðaflakkinu, ljetti sjer upp; skrapp millí góðbúanna og hitti kunningja sína eða frændur. Það var um aðrar göngurnar, sem farið var með Skugga; og það var hagstætt með söluna eins og annað það haust. Sá sem keypti klárinn, var kær að hestum og orölagður reiðmaður; en ekki vildi hann gefa fyrir Skugga nerna 25 krónur; hann var svo magur; hefði mátt láta hann lifa eitt árið til, skyldi hann borga 30 krónur fýrir hann: þeir bjórar voru þó eptir í honum enn, að hann hjelt það óhætt. En það þorði hinn ekki. I svona góðri tíð dróst það dag eptir dag að Skugga yrði banað; en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.