Dýravinurinn - 01.01.1897, Blaðsíða 18

Dýravinurinn - 01.01.1897, Blaðsíða 18
16 góðan spotta, og staldraði svo við eða hljóp til baka, ef hvolparnir gátu ekki fylgt henni. Þessar ferðir urðu tlðari og lengri eptir því sera hvolpunum óx þrek. Þegar kindur urðu á vegi hennar, rak hún þær sömu leið og smalinn mundi hafa gjört; dróst hún þá stundum aptur úr sjálf, eða nam staðar á hæð, þar sem hún mátti sjá yfir, en ljet hvolpana reka kindurnar: Seinast þegar jeg sá hana gjöra þetta — það hefði gjarnan getað verið prófdagurinu — lagði hún með báða hvolpana vanalega smalaleið ofan að á og svo upp á brún á allháum hálsi fyrir norðan bæinn, út brúnir um hríð og svo heim. Á þessu ferðalagi var hún alt af góðan spotta á undan sjálf, af og til gelt- andi; stöku sinnum stóð hún við og beið eptir þeim hvolpinum, er stóð sig betur, því annar var nokkuð fljótari; mjer er það í minnihvernig hvolparnir, sem báðir voru mjög loðnir, litu út eptir þetta próf, því aur var og bleyta. Aldrei fór Hetta annars öðruvísi út af bænum en með smalanum; en þessar kennsluferðir tók hún alveg upp hjá sjálfri sjer til þess að æfa hvolpana sýna þeim smalaleiðina og búa þá svo undir þeirra framtíðarstarf. Seinna fluttist Hetta með eigandanum að Hesti og hafði hún þar sama sið, er hún var með hvolpum. Skoppa. Þegar tengdafaðir minn, sjera Páll J. Matthiesen, flutti sig frá Hjarð- arholti í Dölum, ljet hann verða eptir þar á næsta bæ, Hrappsstöðum, ágæt- an fjárhund, tlk, er kölluð var Skoppa. — Hjarðarholt var þetta sumar i eyði; túnið að eins slegið. — Ekki undi Skoppa á Hrappsstöðum; var liún alt af við og við að stökkva heim að Hjarðarholti; samt gegndi hún jafnan og kom aptur, er á hana var kallað. Eitt sinn datt stúlku frá Hrappsstöðum í hug að grennslast eptir hvað Skoppa hefðist að, er hún dvaldi þannig tím- um saman í Hjarðarholti, og fór heim að bænum í þvi skyni. Sat Skoppa þá við bæjardyrnar, og sagði stúlkan seinna svo frá í brjefi til konu minnar, að tár hefðu bersýnilega runnið niður trýnið; svo harmaði hún horfna vitfi, og ekki fjekk stúlkan Skoppu með sjer frá bæjardyrunum fyr en eptir langa stund og ítr'ekaðar tilraunir. Eptir þetta voru um tíma hafðar gætur á Skoppu að ekki færi hún að Hjarðarholti; það var ekki til annars en að ýfa upp harma hennar að hleypa henni heim þangað. Skrílinn kunningsskapur. Jeg hef tvö fyrirfarandi baust, eptir allar rjettir, iátið reka fje mitt á fjali, og haft það þar um tíma, eptir þvi sem veður hefir leyft. Fyrra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.