Dýravinurinn - 01.01.1897, Blaðsíða 49
39
skjóls vestan undir heygarðinum, bæði af því, að þar var gott hlje, og eins af
hiuu, að þar var prestur vanur að láta gefa þeim á gadd á vetrum, og hafði
á því gamla móðinn. Því það hefir verið siður nokkuð víða á 8uðurlandi að
minnsta kosti, síðan kristni kom á Island, að gefa útigangshrossum öllum á
gadd og láta þau leita sjer skjóls undir börðum og húsum eða hversu sem
þau gátu, livort sem gengu hrakviðri, frost eða byljir. Þar á móti sýnist sem
heiðingjarnir hafi betur skilið, að »hús er á við hálfa gjöf«; þvi í sögunum er
víða get.ið um traðir. En hafi þær verið almennar áður, þá voru þær lagðar
niður fyrir löngu, hjá mörgum þar um sveitir, sem jeg þekkti til.
Hrossin tóku við heytuggunni af vinnumanninum, hneggjandi af gleði
og eptirvæntingu; átu hvert strá, sem ekki fór út í veðrið frá þeim, sneru síð-
an böfðunum undan bylnum og biðu svo nætur.
Hin hrossin voru þó fleiri, sem höfðu ekki vænzt eptir neinni gjöf, og
stóðu og hömuðu undir rimabörðunum og hvar sem afdrep var að finna. Þar
undir tóftarbroti skammt frá bænum stóð jarpur klár einsamall. Hann hafði
leitað sjer þar skjóls, þegar fór að hvessa, og stóð þar nú hálfgert í keng.
Hann titraði aliur á fótunum við og við og sýndist mjög kulvís. Ekki varð
sagt að hann væri svo tiltakanlega magur; þó var hann orðinn nokkuð beina-
ber og sýndist þó enn verra enn var, þar sem hann stóð þarna skjálfandi,
úfinn og hrakinn. Það var þó fljótsjeð, að veturinn hafði legið þyngra á Jarp
en hinum hrossunum, og að krapaveðrin og rigningarnar, sem gengið hötðu
alla jólaföstuna, liöfðu búið hann illa undir þetta kvöld. llann hafði heldur
aldrei reynt það síðan hann var tryppi að verða að standa skjálfandi og húð-
votur úti nótt eptir nótt, þvi Jarpur hafði verið aðal-reiðhestur sjera Jónssíð-
ustu fjórtán árin, og hýstur á hverri nóttu þegar nokkuð var að veðri. Nú
var Jarpur kominn að tvítugu og orðinn mæðinn til reiðar, en sjera Jón
kunui illa við að vera aptastur í samreið, þegar verið var að reyna gæðing-
ana, enda hafði hann aldrei þurft að vera það, meðan Jarpur var á upprjett-
um fótum, en nú var brjóstið bilað, og fæturnir farnir að stirðna af gigt og
lúa; hann hafði verið allra hesta fótvissastur, en nú hafði hann hrasað nokkr-
um sinnum með sjera Jón á síðari árum. Af öllum þessum orsökutn hafði
presturinu ráðið það af á siðasta vori, að hætta við Jarp, áður en hann fengi
verri byltur af honum. Nú hafði hann látið bera heyband á honum um sum-
arið, því Jarpur var svo þægur, að hvert barn gat ráðið við hann til hvers
sem var. Hann ljet ieggja á sig reiðinginn mótstöðulaust og kveiukaði sjer
að eins dálitið, þegar gjarðirnar voru hertar; svo gekk hann eins og brúða
þangað sem með hann var farið. En fólkið hafði opt haft orð á þvi, um sum-
arið, þegar sjera Jón reið á Skjóna fram hjá þar sem Jarpur var í lestinni,
að því sýndist þá sem Jarpur liti til prestsins svo undarlega alvörugefnum
augum og einhvern veginn svo biðjandi og vonarlegur, og einum tvisvar sinn-