Dýravinurinn - 01.01.1897, Blaðsíða 55

Dýravinurinn - 01.01.1897, Blaðsíða 55
45 eggin urðu fúl og pysjan (pysja = kofa) drapst af næringarskorti; var þessi veiðiaðferð þannig bæði heimskuleg og griramúðleg. Auk þessa höfðu menn eða fundu upp um þetta leyti bæði uppistöðunet með fram brúnum í úteyjum, er fuglinn var rekinn í, og yfirsláttarnet, sem slegið var yfir fuglinn, þar sem hann sat i þjettum hópum. Afleiðingin af þessari veiðiaðferð kom brátt í ljós; fuglinn fældist burt, og honum fækkaði óðum, svo að augsýnilegt var, að hann mundi gjöreyðast, og var því öll netabrúkun við lundaveiði loks algerlega bönnuð undir 1870, en fullerfitt veitti, að fá þessu til ieiðar komið, sakir skammsýnnar fastheldni sumra manna hjer við netin. Jafnframt netaveiðinni hafði greflaveiðinni ávallt verið framhaldið, en nú var nokkur ár lundi að eins veiddur með greflum, og tók hann þá þegar heldur að aukast«. í sambandi við þetta má geta þess til fagnaðar fyrir alla dýravini, að nú eru lögð niður 1 Vestmannaeyjum net þau, er áður voru lögð á sjó fyrir svartfugl. í netum þessum fjekk svartfuglinn opt rnjög kvalafullan dauða, einkum ef frá tók, svo að dróst að vitjað væri um netin. Stundum fannst fuglinn og í þeim hálfdauður, allur sundurtættur af skúmnum. Hrútur sá, sem myndin er af á bls. 7, hjet Ponti, var þá 7 vetra gamall, eign Guðmundar Gunnarssonar á Sauðanesi á Ásum í Húnavatnssýslu. Hann var afbragð að stærð og vænleika. Greind hans er ekki getið um, en útlitið var einkennilegt. Flest af sauðfje f heiminum er koilótt. Hyrnt sauðfje er að tiltölu flest á Islandi og fjalllöndunum á Skotlandi. En ferhyrnt fje er mjög sjald- gæft, einkum með eins reglulega löguð horn eins og á þessum hrút. Efri hornin voru 21 þuml. á lengd, og 331/* þuml. milli enda hornanna; vanga- hornin bognu voru 15 þuml. á lengd hvort. Myndin af fjárhópnum (III), er tekin á Englaridi. L. Zöllner og J. Vidalín höfðu flutt liann þangað fyrir pöntunarfjelag á Norðurlandi. Fjeð var búið að standa og jafna sig eptir ferðina nokkra daga 1 graslendi á Englandi, þegar myndin var tekin. Það er frjálslegt og sýnir, að meðferðin við flutninginn hefir verið svo góð, sem hægt var, enda er það kunnugt, að þessir menn hafa mikla reynslu við fjárflutninga, og vilja á að fara vel með skepnurnar. En þó svo sje, að útbúnaður og aðbúnaður sje svo góður sem kostur er á, þá líða skepnurnar mikið á ferðinni, svo mjer er til efs, að sannir dýra- vinir vildu selja skepnur sínar til útflutnings, ef þeir værusjálfir með skepnunum, og sæju, hvernig þeim líður í hvassviðri og sjógangi. Jeg hefi farið tvær ferðir með fjárflutningaskipum frá íslandi til Eng- lunds til að sjá, hvernig skepnunum liði og aðhlynningin væri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.