Dýravinurinn - 01.01.1897, Blaðsíða 43

Dýravinurinn - 01.01.1897, Blaðsíða 43
83 Horfellirinn. (Tekið úr »ísafold«). jj^^vað á hann lengi að óprýða búskap vorn svo herfllega sera hann gerir enn, þrátt fyrir allt jarðyrkjuvitið, alla þjóðmenninguna, alla mannúðina og alla dvravináttuna? Kátlegt er að heyra si og æ fárazt um það, hve land þetta sje ó- björgulegt og þjóðin bláfátæk, og þó skuli húu hafa efni á því, sem aðrar þjóðir mega ekki við, en það er að vanrækja að votryggja aðalbjargræðis- stofn sinn, búpeninginn. Hún hefir efni á, að eyða margsinnis dýrmætasta vinnutíma ársins, heyönnunum, til ónýtis, með því að verja afurðum vinnu sinnar, heyfengn- um, til þess ýmist að kvelja iífið úr skepnum sínum, eða þá að gera þær gagnslausar, óhæfar til að geta af sjer nýtilegt afkvæmi, og nytlausar. I stað þess að tryggja sjer fullan arð af sumarvinnu sinni með því að setja áldrei á heyfeng sinn meira en svo, að nægt sje ekki einungis til að treina líf í búfjenaði sinum, heldur til að gera hann sjer svo arðsaman, sem hann getur framast orðið. Mun eigi harla sjaldgæft, að búandi komist á vonarvöl vegna skepnu- fæðar, fari hann vel með þetta fáa, sem hann á, láti það aldrei missa gagn fyrir fóðurskort eða illa meðferð, hvað þá heldur að það dragist upp úr hor? Er eigi hlægilegt að vera að skrafa og skrásetja hugvekjur ura dýra- verndun og stofnsetja dýraverndunarfjelög, en ala í landinu umtalslaust aðra eins dýraníðslu éins og horkvalirnar eru? Vera sjónlaus og heyrnarlaus á þann mikla ósóma, en fárast um annað í meðferð á skepnum, sem ef til vill er ekki nema hjegómi. Missa alla einurð, undir eins og hann ber á góma, af því að hjer er um þjóðlöst að ræða, sem valdið getur almennum óvinsæld- um að bekkjast til við. Tala ef til vill í hæsta lagi um hann í almennum orðum, og fyrir því áhrifalausum, en fara allir lijá sjer, ef ganga á beinlínis framan að honum, framan að einstökum mönnum, sem sekir gerast i þessum ósóma, og Ijetta eigi fyr en þeir eru hæfilega og maklega brennimerktir fyrir hann. Hve nær ætli svo sem ófögnuði þessum verði útrýmt með því lagi, nema aldrei? Sumir eru svo »þjóðhollir«, í orðsins afskræmdu, en algengu merk- ingu þó, að þeir vilja vorkenna mönnum stórum, þótt þeir hafi horfellt núna á þessu vori, eptir jafn-gjaffeldan vetur og annað eins óþurkasumar og i 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Dýravinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.