Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1953, Side 2

Heimilisblaðið - 01.03.1953, Side 2
<------------------------------N HeitniliAklaÍit Útgefandi: Prentsmiðja Jóns Helgasonar. Ábyrgðarmaður: Brynjúlfur Jónsson. Blaðið kemur út annan hvern mánuð, tvö tbl. saman, 36 bls. Verð árg. er kr. 25,00. í lausa- sölu kostar hvert blað kr. 5,00. Gjalddagi er 14. apríl. Utanáskrift: Heimilisblaðið, Bergstaðastr. 27, pósthólf 304, Rvík. Sími 4200. Prentað í Prentsmiðju. Jóns Helgasonar. L_____________________________J ViS dœmum okjkur sjálf eftir því, sem okkur finnst viS vera fcer um aS gera, en aSrir dœma okkur eftir því, sem viS höfum þegar gert. Longfellow. Hœfileikar eru lítils virSi án tœki- fœra. Napóleon. Enginn getur safnaS aS sér mikl- um auScefum og gœtt þeirra nema aS drýgja synd. Erasmus. Sá, sem varkár er um of, mun af- kasta litlu. Schiller. ÞaS er bara þrennt í þessum heimi, sem kpnan skilur ekki: Frelsi, jafn- rétti og brœSralag. G. K. Chesterton. AS giftast er sama og aS deila niS- ur réttindum sinum og margfalda skyldur sínar. Schobenhauer. Gjalddagi blaðsins er 14. apríl Mólk er ekki fitandi. Innihald mjólkurinnar er um það bil 83% vatn, 4% protein og álíka mikið af sykri og fitu. Vatnsmagn mjólkur- innar samsvarar um það bil vatns- magni ávaxta þeirra og grænmetis, sem þeim er venjulega ráðlagt, er vilja megra sig. Til dæmis um það má nefna kál (86% vatn), gulræt- ur (88%), epli (85%) og appelsín- ur (80%). Mjólkurduft er síður en svo ný uppfynding, því að framleiðsla þess var hafin fyrir sex hundruð árum. Marco Polo, landkönnuðurinn frá Feneyjum (1254—1323), segir svo frá í einni af ferðabókum sínum, að þegar Mongólar leggi upp í ferða- lag, taki þeir með sér fimm kíló- gramma klump af þurrkaðri mjólk. Á hverjum morgni brjóti þeir mola af klumpnum, láti hann í leðurflösku og helli siðan í hana vatni. Flaskan var síðan hengd við söðulinn á hest- um þeirra og hristist hún vel og vandlega á leiðinni. Um miðjan daginn var mjólkin hæf til neyzlu. Rannsóknastofnun ein í Palestínu hefur með góðum árangri gert til- raun með að ala kýr á appelsínum og greipávöxtum, sem ekki voru hæfir til manneldis. Appelsínuhýði var einnig notað. Nyt kúnna hækk- aði af fóðri þessu, og ekki varð vart neins annarlegs bragðs af mjólkinni. Mjólkurmagn það, sem nútíma- kýrin gefur af sér, er nægilegt til að fóðra tíu kálfa. — Enda þótt vísindamönnum hafi tekizt að greins 101 tegund efna, sem í mjólkinni felast, hefur engum tekizt að fram- leiða gerfimjólk. — Samanborið við þyngdina gefur miðlungsgeit af sér helmingi meiri mjólk en kýrin. —• Prófessor einn við háskólann í West Virginia langaði til að reyna, hvort ekki væri hægt að auka C-fjörefnis- innihald mjólkurinnar. Hann reyndi því að gefa kú einni vænan skammt af tómatsafa á hverjum degi. Eftir skamma hríð hafði C-fjörefnisinni- hald mjólkurinnar aukizt að veru- legu leyti, en mjólkin varð svo bragðvond af því, að hún var ekki hæf til manneldis. Jafnvel kettirnir í rannsóknarstofunni litu ekki vié henni. Tilraunir, sem gerðar hafa verið í rannsóknastofu amerísku rjómabú- anna, hafa leitt í ljós, að veggjalit- urinn í fjósunum hefur áhrif á nyt kúnna. Hvítir veggir eru kúnum til ama, þar sem veggirnir voru til ama, og ætti í þess stað að hafa , þá rjómagula eða ljósgula. Beztur árangur náðist í fjósum, þar sem veggirnir voru ljósgrænir. Svo virt- ist, sem grænu veggirnir minntu kýrnar á vorið. Fyrir mörgum árum þurfti Past- eur-stofnunin í París á að halda mjólk úr sem flestum dýrategund- um, vegna tilrauna, sem þá voru á döfinni. Forstjóri dýragarðsins í París, Jardin des Plants, tókst á hendur að afla mjólkurinnar. Það var ekki laust við, að umsjónarmenn dýranna yrðu forviða, þegar þeir fengu einn góðan veðurdag fyrir- skipun um að mjólka allmargar dýrategundir, allt frá músum upp i flóðhesta. Á fimm dögum var svo afhent mjólk úr 83 tegundum villi- dýra. Umsjónarmönnunum sagðist svo frá, að erfiðast hefði verið að mjólka mýsnar.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.