Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1957, Page 6

Heimilisblaðið - 01.01.1957, Page 6
Sólfagur sumardagur. Og brátt syngur heiðlóan „dýrðin-dýrðin“, og hvaðanæva heyrast margraddaðir tónar þessara glaðværu gesta. Yfirgnæfandi eru hinir vellandi tónar spóans og hið hneggjandi hljóð mýrisnípunnar, en þess á milli heyr- ast aðrar hljómfagrar raddir, sem hinir ýmsu fuglar láta til sín heyra. — Hér og þar dreyf- ir fénaðurinn sér um græna hagana, og nú eru kálfar og kýr leystar út. Það er gleði- bragur á öllum, bæði mönnum og dýrum, allir heilsa vorinu með takmarkalausum fögnuði, hvort sem þeir eru ungir eða gaml- ir, ríkir eða fátækir. Þegar vorið er þannig búið að ná hámarki sínu, fer náttúran fyrst að verða töfrandi. Sólin hellir geislaflóði sínu yfir fjöll og fagr- ar grundir, fagurniðandi f jallalækirnir hoppa dansandi niður hlíðarnar, allsstaðar ómar loftið af unaðslegum fuglasöng og öll jörðin er skrýdd litfögrum blómum, sem fylla loft- ið yndælum blómailm. Hin dásamlega fegurð vorsins kemur þannig fram í margvíslegum myndum, sem falla saman í eina samræmda heild. Dauða- mók vetrarnáttúrunnar og myrkur virðist órafjarri, því að albjartar nætur taka við af sólbjörtum dögum, svo að ætla mætti, að vald myrkursins sé þrotið fyrir fullt og allt. — Þessar björtu vornætur eru ævintýra- heimur út af fyrir sig í ríki íslenzkrar nátt- úru. Úr skauti þeirra eru runnar kynjasagn- ir xnn kraptagrös og náttúrusteina margs- konar. Þótti jónsmessunótt bezt fallin til að leita slíkra dýrgripa. Þá nótt var og dögg- in talin vera svo heilnæm, að hver sá, sem velti sér í henni nakinn, varð alheill sjúkleika síns, hvers eðlis sem hann var. — Yfir slíkum töfrum hefur íslenzka vornóttin búið í vitund þjóðarinnar öldum saman. Og enda þótt þessi trú tilheyri nú fortíðinni einni, er þó vornóttin enn sem fyrr dáð og vegsömuð flestu öðru frem- ur, og mun svo verða jafn lengi og miðnætursólin skín við yzta haf. SUMARIÐ 1 raun og veru er sumarið kom- ið löngu fyrr en allar þær bylt- ingar, sem getið er um hér að framan, eru um garð gengnar. En almenningur lítur þó venjulegast þannig á, að sumarið komi fyrst þegar sumarfeg- urðin hefur náð hámarki sínu, en allur sá tími, sem náttúran þarf til þess að umbreyta vetrinum í sumar, er venjulegast kallaður vor. Sumarið er því fyrst og fremst sá tími, þegar sumarfegurðin er í fullum blóma. — En kyrrstaða á sér naumast stað hér í heimi. Allt er á eilífri rás ár og aldir í gegn. Straum- ur tímans stöðvast ekki og hvaðeina á fyrir sér að hverfa í dauðans og gleymskunnar djúp. Þessu lögmáli verður einnig sérhvert sumar að lúta. Fyrr en varir tekur hin blóm- legasta fegurð þess að dvína og þögult rökk- ur svífur yfir foldina um kyrrlátar nætur. Þegar komið er fram yfir ágústmánaðarlok, er náttúran sýnilega búin að tapa hinni blómlegustu fegurð sinni. Gróður jarðar er sýnilega búinn að lifa sitt fegursta og hefur fengið á sig fölva og dauðamörk. Og sumar- fuglarnir eru næstum alveg þagnaðir og hættir að láta til sín heyra hina fögru og aðlaðandi tóna. Og þess verður ekki langt að bíða, að öH hin dásamlega fegurð sum- arsins verður horfin með öllu, blómin föln- uð, trjáblöðin bliknuð og sumarfuglarnir all- ir horfnir á braut. En þegar náttúran er búin að taka öllum þessum stakkaskiptum, segjum við, að sumarið sé liðið og komið haust. ★ Sumarnáttúran er litrík og töfrum bland- in. Allir kannast við hina fögru liti regnbog- ans, sem svo oft má sjá á mildum regndög- 4

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.