Heimilisblaðið - 01.01.1957, Blaðsíða 32
þessu athygli og lagði á flótta. Hún var ekki
í neinum vafa um, að hún væri hlægileg í
græna kjólnum, sem Rosalie valdi efni í og
saumakonan í Goderville saumaði sam-
kvæmt tilvísun hennar sjálfrar.
Hún þorði ekki lengur að spyrja vegfar-
endur til vegar. Samt gerði hún það um
síðir og komst slysalaust heim að gistihús-
inu, sem hún bjó í.
Það sem eftir var dagsins, sat hún á stól
hjá rúmgaflinum, án þess að hreyfa legg
né lið.
Síðan borðaði hún kvöldverð og fékk
eins og áður, súpudisk og dálítinn kjötbita.
Hún afklæddi sig og fór í rúmið, en hún
gerði það vélrænt og af gömlum vana.
Daginn eftir fór hún til lögreglustöðvar-
innar og bað lögregluna að finna son sinn.
Lögreglan vildi ekki gefa neitt ákveðið lof-
orð, en tók samt málið að sér.
Hún ráfaði um göturnar í þeirri von, að
rekast á hann. En henni fannst hún vera
ennþá meira emmana en nokkru sinm áður
í þessu mikla manrhafi.
Þegar hún kom heim í gistibúsið um
kvöldið, var henni sagt, að maður nokkur
hefði komið og spurt um hana. Kvaðst hann
vera með skilaboð frá Páli syni hennar.
Hann ætlaði að koma aftur daginn eftir.
Hún fékk ákafan hjartslátt og henni kom
ekki dúr á auga alla nóttina. Segjum, að það
væri nú hann? Já, það gat ómögulega ver-
ið neinn annar, enda þótt hún þekkti hann
ekki eftir þeim upplýsingum, sem hún fékk
varðandi útlit hans.
Klukkan níu um morguninn var barið á
hurðina hjá henni og hún kallaði: — Kom
inn! Hún var tilbúin að þjóta á fætur með
útbreiddan faðminn. En það var ókunnur
maður, sem kom inn. Hann baðst afsökun-
ar á ónæðinu svona snemma morguns. Síð-
an skýrði hann frá því, að Páll sonur henn-
ar væri skuldugur honum. Það væri að vísu
ekki há upphæð, en Páll hefði ekki greitt
hana þrátt fyrir gefin loforð. Jenný reyndi
að leyna tárunum, sem brutust fram, og
þurrkaði þau með fingurgómunum.
Maðurinn rétti henni sltjal, sem var við-
urkenning frá Páli fyrir skuldinni, sem hljóð-
aði upp á níutíu franka. Hann hafði fengið
upplýsingar hjá dyraverðinum um komu
hennar, og þar sem hann gat ekki haft hend-
ur í hári Páls, gerðist hann svo djarfur, að
leita til hennar. Hún las upphæðina á skjal*
inu og taldi fram peningana.
Hún fór ekki út allan daginn.
Daginn eftir komu fleiri lánardrottnar-
Hún greiddi þeim alla þá peninga, sem hún
hafði handbæra, að undanskildum nokkrum
frönkum, sem hún hélt eftir handa sjálfn
sér. Svo skrifaði hún Rosalie og sagði henm
frá högum sínum.
Hún eyddi dögunum á gönguferðum a
meðan hún beið eftir svari frá þjónustu-
stúlku sinni. Hún vissi ekki, hvað hún átti
til bragðs að taka, hvernig hún ætti að eyða
tímanum, sem virtist aldrei ætla að líða-
Hér þekkti hún ekki nokkra sál, sem hún
gat rætt við um raunir sínar. Hún þráði að
komast heim aftur til litla, afskekkta húss-
ins við þjóðveginn.
Fyrir nokkrum dögum hafði henni fund'
izt lífið þar erfitt og óbærilegt, en nú var
allt öðru máli að gegna. Það var eini stað-
urinn, sem hún gat hugsað sér að eiga
heima á það sem hún átti ólifað.
Kvöld eitt var komið bréf frá Rosalie og
tvö hundruð frankar. Rosalie skrifaði:
— Frú Jenný! KomiS strax heim. Ég sendi y3ur
ekki meiri peninga. HvaS Páli viSkemur, þá skal eí
sœkja hann, þegar viS jáum upplýsingar um, hvat
liann dvelur.
Beztu kveSjur frá ySar
Rosalie.
Það var snjór og kuldi um morguninm
þegar Jenný hélt aftur til Batterville.
XV.
Hún fór ekki lengur út fyrir húsdyr’
hreyfði sig ekki. Á sama tíma á hverjum ein'
asta morgni stóð hún fyrir framan glugS'
ann og leit til veðurs, því næst gekk húu
niður í dagstofu og sat þar fyrir frama11
eldinn.
Þar sat hún allan daginn, hreyfingarlaUs
og horfði á eldslogana. Hugur hennar var
fullur af döprum hugsunum. Það tók að
dimma í litlu stofunni, án þess að huU
hreyfði sig eða veitti því athygli. Það eina>
sem hún gerði, var að bæta brenni á eldinn-
Rosalie kom inn með ljós og hrópaði:
— Jæja, frú, þér þurfið að hreyfa yður
30