Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1957, Side 14

Heimilisblaðið - 01.03.1957, Side 14
endilega ég?“ Hversvegna ekki einmitt ég? Krabbinn er miskunnarlaus og seindrepandi. Það, sem gerði mér erfiðast fyrir, var með- vitundin um, að ég þyrfti að yfirgefa eigin- mann minn og þrjú börn, sem voru einmitt á þeim aldri, þegar þau höfðu hvað mesta þörf fyrir ráðleggingar og aðstoð mömmu. Heit tárin vættu koddann minn, meðan ég barðist við þessi heilabrot. Presturinn okkar færði mér bók, Litla bænabókin mín hét hún og var eftir John Baillie. Guð hlýtur að hafa leitt athygli mína strax að þessum orðum, því að þau voru einmitt svarið við angist minni: Ég þori óttalaust að fela alla ástvini mína þinni vörzlu, því ég veit, að ást þín á þeim er ekki minni en mín. Ég bað prestinn um að undirstrika þá ritningartexta, sem bezt gœtu hjálpað mér til að búa mig undir dauðann. Hann undir- strikaði eftirfarandi ritningarstaði, og þá hef ég lesið hvað eftir annað: Jóhannesar guðspjall 14: 1—3, 18—20; 16: 16—23, 25, 33, og allur 20 kafli og 21. Bréf Páls til Rómverja 8: 35—39; Fyrsta bréf Páls til Korinthumanna 5: 1; bréfið til Filippíu- manna 1: 20—33; fyrsta bréf til Þessalón- íkumanna 5: 1—11; Opinberunarbók Jó- hannesar 21: 1—4. Næsta baráttan, sem ég varð að heyja, var sú að þurrka út hverja framtíðarósk. Það, sem við höfðum ætlað okkur að gera saman, framtíðardrauma mína, — öllu þessu varð ég að gleyma. Því að ég vissi, að bæði fjölskylda mín og ég sjálf gátum því aðeins verið glöð og róleg, ef ég léti hverjum degi nægja sitt. Á Þorláksmessu kom ég heim af sjúkra- húsinu. I tíu vikur hef ég nú horfzt í augu við dauðann, og ég get með sanni sagt, að hver einasti dagur hafi verið mér ánægju- legur. Ég hef verið róleg og innilega þakk- lát fyrir allt það dásamlega og hugsunar- sama, sem fjölskylda mín og vinir hafa fyr- ir mig gert. Lífið hefur gefið mér gnótt möguleika til þess að vera hamingjusöm þessi 42 ár, sem ég hef lifað, — og ég get enn verið ham- ingjusöm yfir ýmsu. Meðöl og töflur draga úr ógleði minni og kvölum. Væri ekki allt talsvert öðruvísi, ef ég lægi, yfirkomin af kvölum og þyrfti að horfa á fjölskyldu mína ofþreyta sig á að annast mig? Við höfutf1 fengið okkur ráðskonu til þess að ég SeJl algerlega helgað mig manni mínum og börn- um. (Hún verður áfram hjá þeim, eftir ég er farin). Börnin hafa að sjálfsögðu fengið vitneskju um þetta. Ég sagði þeim yngstu, Alice Richard, það sjálf. Elzta dóttir okkar, Jackie’ hefur alltaf verið elskari að föður sínuiUi svo að hann sagði henni það. Alice, sem er þrettán ára, sagðist ekk1 trúa þessu. Hún fór að tala um einn kunu' ingja okkar, sem allir álitu ólæknandi, eJ1 náði aftur fullri heilsu. Hún gerði sér sanU' leikann ljósan smám saman, og það var gotl Richard, 12 ára, er yngsta barnið mitt, ég tók hann í fang mér og sagði honum því, sem ég hafði fengið að vita á sjúkra' húsinu, að ég yrði bráðum að fara frá þeiUi’ Hann grét, og tár okkar runnu saman. reyndi að skýra það fyrir honum, að þett® væri Guðs vilji. Þegar maður veit, að maður á skaiuiut eftir, er það freistandi að nota síðustu stund' irnar til þess að ráðleggja og hvetja. Fyrir þeirri freistingu ætla ég ekki að falla. Á liðn um árum hef ég hvað eftir annað látið mU13 lífsheimspeki í ljós, og ég er sannfærð uö1, að ef hún kemur einhverntíma til með móta afstöðu barna minna til tilverunnar’ þá gerir hún það nú þegar. Ég hef sagt mörg hundruð sinnum, þ°r* ekki sé orðalagið alltaf hið sama: ,,Ég vl, miklu heldur sjá, að þú náir ekki settu mark1 en að þú svindlir þig að því.“ Við höfum im1 prentað bömunum, að ,,það er léttara 3 x ---- , --- 7 7X----- -- ----- læra að leika sér en vinna, þessvegna um við að kenna ykkur að vinna.“ Ég vel* ekki hversu mikið það kann að hafa styrkt skapgerð þeirra að láta þau hlaða upP brenni, mála girðingar eða halda á hvolp unum, þegar þeir voru bólusettir, en þet*3 voru þó atburðir, sem við lifðum saman- Við höfum reynt að kenna bömum okk ar að þekkja náttúruna. „Einhverntín13 kunnið þið að tapa peningum ykkar og kunU' ingjurn," höfum við sagt þeim. ,,En ef Þlð kunnið að gleðjast yfir náttúrunni, rnU11 ykkur aldrei skorta lífsgleði.“ Við höfui11 farið saman í margar gönguferðir og borð að undir berum himni; við höfum unnið 1 garðinum, fylgzt með fuglunum, og farið 3 58 — HEMILISBLAÐEÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.