Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 19

Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 19
VESTURFÖRIN ORT AF HAFLIÐA FINNBOGASYNI 1. Vil ég kæta víf og menn, sem vísna sæta fundum, vel svo gæti geðjast enn Góins stræta lundum. 2. Á skal reyna orða sverð og gimsteina tróðum, vora eina Vesturferð vil ég greina í ljóðum. 3. Hafís skundar Fróni frá, firðar stundu nota, ýttu hundum þylju þá þangs á grundu vota. 4. Vér frá landi lögðum skjótt, ljón fékk banda runnið, meður branda Freyra fljótt fram á Stranda-grunnið. 5. Korta vórum viku þar, vopns skal Þórum stíla, voða jórinn vindur bar vítt um kórinn síla. 6. Saman kunni sjóvant lið sveipa þunna dúka, mátti á Unni akkerið allt að grunni strjúka. 7. Frið þó ringan fengu hér fley um lyngbaks heiði, gnoðir kríngum gamnar sér Grænlendingur leiði. 8. Viður smáa húna hind hlés um bláa völlinn; ærðust þá með austan vind ólgu sjávar föllin. Hafliði Finnbogason, skáld ISS^^^ur ^' fekrnar 4336, dáinn 27. júlí , '• Foreldrar: Finnbogi Jónsson að Stein- l'A 1 ^jótum og kona hans Margrét Haf- y a4óttir. Hann dvaldi alla ævi í Fljótum. ar fyrst í vinnumennsku hjá foreldrum sín- bjó skamma stund að Steinhóli, síðar í ^usrnennsku í Barðsgerði og víðar í Fljótum. • seviskrár). Hann var einnig við sjó- ra og hákarlaveiðar, eins og kvæðið all es^Urfer<< bendir til. Hann var fátækur a sevi, og hafði þó fyrir 6 börnum að sjá. ^nn var skáld gott og afburða hraðkvæð- f’ °rfl mikið af allskonar kveðlingum, með- llí^Unars 16 rímnaflokka. 12 af rímnaflokk- b '1, 3I1S eru varÖveittir í handritum í Lands- rj° asafni. Því miður mun flest annað en ^nurnar vera glatað. Nokkuð af tækifæris- j SUrn ^uus og ef til vill fleira lifir þó enn 1TUnnurn niaima. Sennilega hefur Hafliði verið afkastamesta skáld, sem í Fljótum hef- ur verið. I 15. mansöng Örvar-Odds rímna segir Hafliði meðal annars: Sextán vetra Fjalars ferju færði ég máls úr vör, og síðan að öðru hverju óðar spunnið hör. 1 næstu erindum á eftir telur hann í röð 15 rímnaflokka og segir að lokum: Ég hef kveðið þrátt í þaula, því hortitti finn. Nú sextánda reyni raula rímnaflokkinn minn. Svo er að sjá, sem Hafliði hafi ort þessa 16 rímnaflokka á árunum 1852—1864. Það ár eru Örvar-Odds rímur ortar, samkvæmt ár- tali á titilblaði þeirra, Hafliði þá 28 ára gam- all. Það er vel að verið. Guðlaugur Sigurðsson. HEMILISBLAÐIÐ — 63

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.