Heimilisblaðið - 01.03.1957, Blaðsíða 23
DORNFORD YATES:
Vilji örlaganna
2. kafli.
Flóttinn.
Katherina sneri vanganum að Thomas og
bakinu að veggnum. Á borðið hafði verið
lögð máltíð fyrir þrjá. Katherina var í snotr-
arn> svörtum silkikjól. Á höfðinu hafði hún
ítinn, svartan hatt, sem fór prýðilega við
Jost hár hennar. Tveir karlmenn sátu hvor
®mum megin við hana. Annar þeirra sneri
akinu að Thomas, en hinn sá hann greini-
oga. Andlit hans var stórt og fölt, skol-
itað hárið var tekið að grána, hann var
rauður til augnanna og einhver sú óhugn-
anlegasta mannvera, sem Thomas hafði
n°kkru sinni séð. Illskusvipurinn í augun-
Um var jafnvel viðurstyggilegri en munn-
svipurinn. Það þurfti ekki meira til að vekja
^Ppreisnaranda Thomas en að sjá þennan
1 úðlega mann góna á Katherinu.
Hann skildi ekki, hvernig á því gat staðið,
a hún sat þarna í félagsskap þessara manna,
°g það vakti heldur ekki áhuga hans. Hon-
ym datt ekki annað í hug, en að hún væri
* uættu stödd, og að hann hefði til allrar
amingju komið henni til hjálpar á réttu
andartaki.
. 7'homas drap í vindlingnum sínum, stóð
a mtur og gekk til hennar.
,,Gott kvöld,“ sagði hann. ,,Það gleður
aÚ hitta yður aftur.“
Maðurinn, sém snúið hafði baki í hann,
ser nú við og leit á hann, en hinn mað-
sneri
Urinn leit á Katherinu.
Hægt og seinlega sneri hún sér að hon-
Urtl- Hún mældi hann frá toppi til táar.
nHamingjan hjálpi mér,“ sagði hún. ,,Ég
•J-íarin að vona, að ég væri laus við yður.“
as rd hennar og raddblærinn stungu Thom-
eint í hjartastað. Honum varð svo mik-
Á leiðinni til Frakklands í sumar-
leyfi sínu verður Thomas Avalon ást-
fanginn af samferðastúlku sinni, sem
virðist endurgjalda tilfinningar hans.
En er lagt er að landi, er stúlkan horf-
in, og skilur eftir kveðjumiða tii Thom-
as. Hann hyggst þjóta á eftir henni,
en verður að fara til móts við kunn-
ingja sinn. Kunninginn tefst, og með-
an Thomas biður, ráfar hann inn á
knæpu í skuggahverfi Rouen. Þar sér
hann enga aðra en stúlkuna, ser.i varð
honum samferða frá Englandi---------
V_____________________________________J
ið um, að hann hefði áð öllum líkindum
snúizt á hæli og gengið út,ef maðurinn, sem
glápti á hann, hefði ekki rekið upp skelli-
hlátur.
Hæðnishlátur hans vakti ofsareiði hjá
Thomas.
„Þetta er þó ekki alvara yðar“, sagði
hann og sneri sér að ungu stúlkunni, „mig
hefði sízt grunað, að . . . “
Innihaldið úr glasi hennar hitti hann beint
í andlitið.
Maðurinn hægra megin við hana, — sá
svipljóti, — sagði áberandi vinsamlegri rödd:
„Hversvegna ertu að trufla hann, Form-
ósa? Hann var rétt að byrja að segja okkur
álit sitt á þér. Við skulum hlusta á, hvaða
álit það er eiginlega“.
Og hann bætti við, meðan Thomas þerr-
aði vínið framan úr sér:
„Haldið bara áfram, ungi vinur. Ég er
hreint sannfærður um, að yngismærin hérna
vill fúslega . . . . “
„Blandið mér ekki inn i þetta“, sagði
Katherina hvasst. „Það veit hamingjan . . . “
„Það er áreiðanlegt“, skaut maðurinn
fram í. „En mig langar bara til að vita það
líka. Það verður fróðlegt að vita, hvaða
áhrif þú kannt að hafa haft á þennan yng-
ismann“.
Thomas leið illa, en enginn mannlegur
máttur hefði fengið hann til þess að halda
HEIMILISBLAÐIÐ — 67