Heimilisblaðið - 01.03.1957, Side 24
leiðar sinnar og skilja Katherinu eftir hjá
þessum mönnum. Hann var sannfærður um,
að þetta væri uppgerð hjá henni. Það leyndi
sér ekki, að hún var skelfd við manninn,
sem sat hægra megin við hana.
Thomas lét eins og mennirnir væru hvergi
nærri, heldur sneri sér að Katherinu og
sagði:
,,Ég ætla að fara aftur að borðinu mínu.
Ef til vill gefst okkur síðar tækifæri til þess
að talast við“.
Hann hneigði sig og hélt aftur að borðinu.
Hann veitti því eftirtekt, að hljóðfæraleik-
ararnir höfðu lagt frá sér hljóðfæri sín, og
allt var grafkyrrt inni í veitingastofunni.
Enginn hreyfði sig.. Þetta var óhugnanlegt.
Aldrei hafði honum liðið ver en nú.
ölglasið, sem hann hafði pantað, var kom-
ið, en hann var í of æstu skapi til þess að
geta snert það. I þess stað tók hann upp
vindlingapakkann.
Hann sá Katherinu standa á fætur. And-
artak hélt hann, að hún væri að koma til
hans, og það hélt maðurinn, sem sat vinstra
megin við hana, bersýnilega líka, því að
hann stökk á fætur eins og hann vildi aftra
henni. Thomas stóð líka ósjálfrátt á fætur,
en í stað þess að ganga til hans, stefndi hún
á dyrnar að kvennasnyrtingunni og fór þang-
að inn.
Thomas settist strax aftur, og maðurinn
sömuleiðis, en sneri stólnum sínum þannig,
að hann gæti haft gætur á dyrunum, sem
Katherina hafði horfið inn um.
Thomas til mikils léttis tóku hljóðfæra-
leikararnir aftur að leika, og kyrrð virtist
færast yfir veitingastofuna. óveðrinu virt-
ist hafa slotað.
Thomas kveikti sér í vindlingi og sá mann
nokkurn nálgast borðið, þar sem Katherina
hafði setið. Thomas hafði ekki séð neinn
gefa honum merki, en þó hlaut hann að hafa
fengið einhver merki frá manninum hægra
megin, því að hann tók sér stöðu eins og
þjónn við hlið hans og beið eftir skipunum.
Maðurinn sagði líka eitthvað við hann yfir
öxl sér, og þegar sá aðkomni leit til Tomas,
var Thomas ekki í neinum vafa um, að það
var hans vegna, sem maðurinn var kominn á
vettvang.
Þetta olli Thomas nokkrum áhyggjum, því
að maðurinn var stór og kraftalegur og
reglulega glæpamannslegur á svipinn. En
það var ekkert hægt að gera. Maðurinn hvarf
líka nokkru síðar frá borðinu og settist við
borð frammi við dyr. Um leið og hann gekk
fram hjá, sá Thomas unga stúlku setja stút
á varirnar á sér og líta íbyggin á borðherra
sinn.
Það leit út fyrir, að allir viðstaddir hefðu
auga með dyrunum að kvennasnyrtingunni.
Fyrr eða síðar myndi Katherina koma það-
an, og þá myndi eitthvað gerast — eitthvað
alvarlegt. Allt virtist reiðubúið undir stór-
kostlegasta uppnám.
—o—
Thomas tók að óska þess, að hann væri
ekki einsamall. Hann hafði stundað hnefa-
leika í nokkur ár og því gæddur all-góðum
kröftum, en hann var þess fullviss, að allir
gestirnir væru honum andvígir, og væri
ástæðan til þess helzt sú, að þeir vildu um-
fram allt forðast fjandskap við illilega mann-
inn. Thomas hefði sannarlega ekkert haft a
móti því að hafa einhvern góðkunningja að
baki sér.
Eina ósk átti hann enn, en hún var sú, að
torgið, sem kaffihúsið stóð við, stæði ekki
á enda blindgötu, langrar og dimmrar.
Skyndilega og fyrirvaralaust slokknuðu
ljósin.
Thomas gleymdi þeirri stundu aldrei síðar.
Valsinn, sem verið var að leika, dó skyndi-
lega út í ósamhljóma væli, og kona heyrðist
hrópa upp yfir sig, en af skarkalanum, sem
kvað við úr öllum áttum, mátti dæma, að
allir höfðu staðið á fætur.
Thomas hafði sprottið samstundis á fæt-
ur, því að honum hafði dottið í hug, að
myrkvunin væri gerð honum til heiðurs.
Hann fálmaði í kringum sig eftir veggnum
til þess að snúa bakinu að honum, þegar
hann fann hönd grípa um úlnlið sér og rödd
hvíslaði: ,,Komið“.
Þetta var Katherina. Hann skildi ekkh
hvernig hún fór að því að sjá í myrkrinu,
því að hann var sjálfur alveg blindur, en hún
dró hann á eftir sér yfir dansgólfið og bak
við skenkiborðið.
Allt var nú í uppnámi.
Thomas heyrði flösku brotna á gólfinu,
og einhver hrasaði og datt. Þá var eins og
merki væri gefið, stólum var velt um koU,
68 — HEIMILISBLAÐH)