Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1957, Side 30

Heimilisblaðið - 01.03.1957, Side 30
í hjarta Frakklands liggur bærinn Card- inal. Staðurinn er unaðsfagur og umgirtur laufríkum skógi. Stolt bæjarins er „Kastal- inn“, sem gnæfir yfir bæinn. „Kastalinn“ var reistur á fimmtándu öld, og var til sölu. Faðir minn keypti hann strax og hann sá hann og lét gera við hann. Það tók hann fimm ár, og ég get ekki með orðum lýst, hve hann er fagur. En þeg- ar verkinu lauk, varð faðir minn skyndilega blindur. Einn daginn sá hann ekki vitund; hann hafði misst sjónina að eilífu. Hann tók mótlætinu með prýði. „Vissu- lega fellur mér það illa,“ sagði hann. „En verra gæti það verið. Nú bý ég hérna í kast- alanum og þekki staðinn og veit, hversu fagur hann er. Ég þekki bæinn þarna niður frá og fólkið. Ég get verið hamingjusamur hérna, þótt ég sjái ekki. Augu sálarinnar segja mér á hverjum degi frá fegurð um- hverfisins.“ Hann þekkti kastalann út og inn, og inn- an sex vikna var hann orðinn svo vanur blindunni, að hann gat farið allra sinna ferða. En viðskiftin var honum ómögulegt að eiga við, bréfaskriftir, undirritun ávísana og þess háttar. Það kom heldur ekki að sök. Ég var orðin seytján ára og komst fljótt inn í málin. Það kom í Ijós, að fjármálin stóðu held- ur höllum fæti. Mestur hluti sparif járins var kominn í viðgerðirnar, en höfuðstólinn mátti ekki snerta. Hann var mér ætlaður til síð- ari tíma. Á átján ára afmælisdaginn minn fékk ég kurteist en ákveðið bréf frá bank- anum. Hann sá sér ekki fært að leysa út fleiri ávísanir fyrr en innstæða væri fyrir hendi. Seinustu sex mánuðina hefði ekki ver- ið lagður inn einn einasti franki. 1 stuttu máli sagt, — peningarnir voru búnir. Fyrirtæki nokkurt var farið á haus- inn, og við áttum ekkert, — að undanskil- inni nokkur þúsund franka skuld. Ég minntist aldrei á þetta við föður minn, en þetta vor*u hræðilegir dagar fyrir mig. Hugsimin um að verða að yfirgefa Kastal- ann var óbærileg, ég sá í anda blindan fög- ur minn verða að hírast í óvistlegum, fá- tæklegum herbergjaskonsum, meðan dóttir hans varð að vinna til þess að bægja sult- inum frá dyrum. Ég sá hann sviftan öllu því, sem hann unni, — friðsælli tilveru, feg- urðinni umhverfis hann, sem hann naut þó alltaf í endurminningunni, — þjónustufólk- inu, heimilinu, þægindunum, — hann myndi taka þetta þúsund sinnum nær sér vegna þess, að hann tilbað fegurð, og gat alls ekki án hennar lifað. Ég fór til Amsterdam til þess að selja skartgripina mína. Þeir höfðu verið í eigu móður minnar, og ég gerði ráð fyrir, að ég myndi fá það mikið fyrir þá, að ég gæti borgað upp skuldirnar, og að við ættum nógu mikið eftir til þess að geta búið eitt ár enn í Kastalanum. Að þeim tíma liðnum myndi mér detta eitthvað í hug til þess að faðir minn gæti búið áfram á þessum heitt- elskaða stað. Þá tók rás atburðanna í taumana. Á leið- inni til Amsterdam varð ég samferða konu, sem varð fárveik á leiðinni. Ég annaðist hana, og þegar við komum á leiðarenda, sagði hún, að ég hefði bjargað lífi sínu, þvi að hún hefði aldrei komizt af án minnar hjálpar. Hún sagðist ekki vita, hvað hún gæti gert fyrir mig í staðinn, en hana lang' aði svo gjarnan til að auðsýna mér þakklæti sitt. Ég hafði sagt henni frá erindi mínu til Amsterdam, og hún ráðlagði mér að snúa mér ekki til neins skartgripasala, heldur til manns hennar, sem hefði mikið vit á skart- gripum og gæti sagt mér, hve mikið verð fengist fyrir þá. Daginn eftir gekk ég á fund manns henn- ar, og þar varð ég fyrir miklu áfalli. Hann rannsakaði skartgripina mjög vandlega, og sagði mér síðan, hversu verðmætir þeif væru. Þeir myndu ekki færa mér helming þeirrar upphæðar, sem ég hafði vænzt. Hann sannaði mér þetta allt mjög na* kvæmlega, lagði fram aðra skartgripi, °S sýndi mér í bókum sínum, hve mikið hann hefði greitt fyrir þá. Ég tók þetta afar nærr1 mér, þetta var mér svo mikið áfall, að rnig svimaði. Taugar mínar voru áður svo ur lagi gengnar af geðshræringu síðustu daga, að ég féll í yfirlið á legubekk hans. Þegar eg rankaði við mér, var hann ásamt öðrum manni að baða á mér ennið. Ég hafði ekki hugmynd um, hver hinn 74 — HEIMILISBLÁÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.