Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1957, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.05.1957, Blaðsíða 12
til að koma fram með margar nýjungar, sem síðan hafa verið kenndar við hann. Ritz taldi öll smáatriði mikilvæg, ekkert, sem farið var fram á, var ósanngjarnt, aðalatrið- ið var, að gestirnir væru ánægðir. ,,Það á við fólk, að það sé stjanað við það,“ sagði hann, ,,en ekki á áberandi hátt.“ Hann setti þær reglur, sem síðan hafa ver- ið mikilvægasta boðorð góðra gistihúsarek- enda: maður á að sjá, án þess að glápa, heyra, án þess að hlusta, vera kurteis, án þess að vera til ama, hjálpsamur, án þess að það sé úr hófi. „Viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér,“ sagði hann við einn af þjónum sínum, og þar með varð sú fræga setning til. Ef ein- hver gesturinn kvartaði yfir, að reikningur- inn væri of hár, brosti hann elskulega og gleymdi að koma með hann aftur. Ef ein- hver gestur var óánægður með steikina eða vínið, var það umsvifalaust f jarlægt og kom- ið með annað í staðinn. Ritz hafði óviðjafn- anlegt minni. Hann mundi, hver vildi sér- staka tegund af tyrkneskum sígarettum eða hver var veikur fyrir tómatsósu, og þetta var ætíð til reiðu, þegar þessir gestir komu næst á veitingahúsið. Hann dekraði ekki síður við fastagesti sína. Maður, sem var sérstaklega hár vexti, fékk annað rúm, sem var tveir og hálfur meter á lengd. Frú A., sem ekki gat þolað blóm, fékk aldrei tækifæri til að ergja sig yfir svo mikið sem skugga af rós, en frú B., aftur á móti, sem elskaði blóm, fékk alltaf fulla skál af blómum á kaffibakkann á morgnana. Ritz hafði óvenju mikið hugmyndaflug, auk annarra eiginleika. Þegar Karólína, prinsessa af Bourbon, gaf honum frjálsar hendur til að sjá um veizlu í Luzem í til- efni af trúlofun hennar, útbjó hann svo dýrð- lega veizlu, að enn þann dag í dag er talað um hana. Tólf blómum skreyttir og skraut- lýstir seglbátar vögguðu við ströndina, og í hvert skipti, sem nýr gestur kom um borð, var skotið marglitum eldflaugum úr stafni. Stórir bátar sigldu innan um þá smærri með veitingar, mat og drykk. Á fjórum fjalla- tindum, sem gnæfa yfir vatninu, voru kveikt dýrðleg bál. Árið 1882 fór Ritz til London til að tak3 við hótel Savoy, sem þá barst i bökkui’1' Undir stjórn Ritz og matsveins hans, $s coffier, varð gistihúsið brátt eftirsótt á ný) an leik, og á undra skömmum tíma víl* gistihúsið komið á þá grænu grein. Ritz gekk herbergi úr herbergi. HonU’’’ gat vel dottið í hug að búa aftur um rúm, til að vera öruggur um, að nú væri það fu^ komið. Þegar hann gekk einu sinni eftirlitf ferð um borðsalinn, sá hann, að það var & lítil sápa á einu glasinu, og hann sendi fle'r' hundruð glös fram og lét þvo þau aftur- Dag nokkurn, þegar hann var að líta skreytingu fyrir brúðkaup, fór allt í ellU! þunglamaleg, áberandi bronzljósakróna taugarnar á honum. Hann leit í kring u'r sig til að átta sig á, hvernig væri hægt a fá skemmtilegri birtu í herbergið, og k0’1 um varð starsýnt á þykka gipsbrún, sel' var hringinn í kringum loftið. Þá fékk haf hugmyndina. hann kom Ijósunum fyu11 ■ bak við gipsbrúnina, og á svipstundu hat hann fundið upp óbeina lýsingu. Þegar hann átti eitt sinn að sjá um ve>z fyrir Alfred Beit, demantkóng frá Suðul Afríku, hleypti hann vatni yfir allt dansg0 ið á Savoy og breytti því í Litlu-Feneyí3' Gestirnir sátu makindalega 1 gondólul1^ framreiddar voru dýrindis kræsingar, og lokum söng Caruso. Meðal viðstaddra v° ýmsir frægir menn eins og Cecil Rho^®5.’ & frægur brezkur stjórnmálamaður, amef1 ^ blaðakóngurinn James Gordon Bennet (Þ9 var faðir hans, sem sendi Stanley inn í frUl1' skóga Afriku til að reyna að finna hinn g; lat' aða Livingstone), Mikadoens, rithöfun<ful. William Gilbert, tónskáld, faðir WinstU Churchills og Randolph Churchill, lávarðu. ff Ritz hafði talsverða kímnigáfu og ha gaman af að grínast við fastagesti sína- h • af fórnardýrum hans og jafnframt einn ,s*> aðdáandi hans, var prinsinn af Wales, se seinna varð Edward VII. Einu sinni fraU!j reiddi Ritz rétt fyrir hann, sem hann kal 3 ■ Cuisses de Nymphes á l’Aurore — dísad ■W' tóf' við dögun. Hans konunglega hátign var s hrifinn. Seinna um kvöldið fékk hann að að þetta var í raun og veru frosklæri, s° j,j í rjóma og Móselvíni, en prinsinn gat e' þolað frosklæri. 100 — HEIMILISBLAB!»

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.