Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1957, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.05.1957, Blaðsíða 24
DORNFORD YATES: Viljj örlaganna Fylgizt með frá byrjun: Tómas Avalon hefur fengið þriggja mánaða leyfi og hefur ákveðið að eyða þvi í Frakklandi. A leið sinni til hafnarinnar, hittir hann á þjóðveginum óvenjufagra, unga stúlku, sem hefur sterk áhrif á hann. Það kemur á daginn, að hún er að fara með sama skipi og hann. Þó að stúlkan líti út fyrir að vera glöð yfir því, að hafa fengið samferðamann, nefnir hún ekki nafn sitt, og þegar Tómas tíður eftir henni við morgunverðarborðið í Le Havre, er hún öll á bak og burt. Hún skildi eftir bréf, þar sem stóð: Þér hafið torveldað mér að gera hið rétta. — Katrín. Unga stúlkan hafði sagt honum, að hún væri á leið til Bordeaux, þar sem hún ætlaði að slást í hóp með fleirum, en Tómas, sem hefur mikinn áhuga. fyrir að finna hana, þarf af óviðráðanlegum ástæð- um að koma við í Rouen, þar sem hann ætlaði að hitta vin sinn. Vininum seinkaði i millitíðinni, og til þess að eyða biðtímanum ráfaði Tómas inn á kaffi- hús í einni af hliðargötum Rouens. Gestirnir virt- ust honum afar leyndardómsfullir og illviljaðir. Allt í einu kom hann auga á Katrínu, þar sem hún sat við borð með tveimur mönnum. Á undraverðan hátt tókst Katrínu að forða sjálfri sér og Tómasi út. Þau stukku upp í bifreið Tómasar og óku suður á bóginn alla nóttina. Þau tóku sér smáhvíld morgun- inn eftir. Katrín notaði þá tækifærið og sagði hon- um, að kaffihúsið, sem þau höfðu flúið frá, væri bækistöð glæpahrings og hún væri einn af meðlim- unum, hefði flækzt inn í þetta af ýmsum ástæðum. Þeim er báðum ljóst, að Shamer, glæpaforinginn, er jafnáfjáður í að ná í Tómas eins og Katrínu og þau ákveða að leita hælis í Kastalanum, sem blindur faðir hennar á. Á leiðinni þangað komu þau auga á bifreið Shamers við benzínafgreiðslustöð — Tómasi brá ónotalega við, þegar hann kom auga á steingráa bifreiðina. Hann starði á hana sem í leiðslu. Hann veitti því naum- ast eftirtekt, þegar hettan var látin á benzín- geyminn og afgreiðslumaðurinn kom til þess að taka við gjaldinu. Hann lét peningana af hendi, setti vélina í gang og ók bifreiðinni aftur á bak. Síðan skipti hann um gír og ók áfram, án þess að skeyta um, hvert hann 3 hluti þessarar spenn- andi framhaldssögu um ástir og baráttu við óvægan glæpalýð .... var að fara. Það skipti mestu máli að koro' ast sem allra lengst í burtu. Þó nokkur stund leið án þess að hann mœlti orð frá vörum. ,,Það er ekki víst, að afgreiðslumaðurinn segi frá. Hvers vegna skyldi hann fara að minnast á okkur að fyrra bragði?“ „Eins og það skipti einhverju máli,“ svar' aði Katrín. „Shamer er hérna, og það skammt frá heimili mínu! Ef hann snæðii" morgunverð klukkan átta, geta þeir verið komnir til Kastalans klukkan hálf ellefu- Ilún þrýsti krepptum hnefanum að enni ser- „Ég botna hvorki upp né niður í þessu. Ég hélt, að þeir myndu frekar leita á öllum öði" um stöðum, en mér skjátlaðist. Ég hafði vonazt til þess, að þeir myndu gefa okkui" sins eða jafnvel tveggja daga hvíld til þeS* ið jafna okkur eftir geðshræringuna, seru ▼ið höfum orðið fyrir.“ „Segið mér eitt,“ sagði Tómas, „erum við á réttri leið?“ „Til Kastalans? Já.“ „Gott er nú það.“ Tómas jók hraðanö- „Eg skal að vísu viðurkenna, að þetta koiu okkur óþægilega upp á flatt, en nú vitum við þó hvar þeir eru niður komnir. Og hver veit, nema þeir séu þegar búnir að heiru' sælja Kastalann, eða nágrenni hans gan*a úr skugga um, að okkur sé þar hverg1 að finna? Síðan hafa þeir kannski ekið leið' ar snnar aftur. Auðvitað koma þeir afturj og þið áður en langt um líður, en við fáui11 112 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.