Heimilisblaðið - 01.05.1957, Blaðsíða 33
^essi púðj er 0finn úr hvítu og gulu garni og
gráum ,,sétteringum“.
^ei_hyrning, í hring eða upp og niður. Gangið
a eitdanum með því að draga hann gegn-
lykkjuna og stinga honum niður í gegn-
arn strammann. Ef munstrið er flókið, er
ezt, að festa endana með stoppunál á röng-
rnnr> °g síðan klippa þá frá, annars flækjast
611 bara fyrir. Þegar þið hafið lokið við
púðann, er hann pressaður, þá verður hann
jafn og fínn, eins og húsgagnaáklæði.
NÝTT KAFFIBR AUÐ
Á laugardagskvöldum er skemmtilegt að
hafa eitthvað nýtt með kaffinu.
Hér er góð hugmynd. Smyrjið nokkrar
franskbrauðsneiðar og setjið á þær þykkar
ostsneiðar, leggið nokkrar pylsusneiðar ofan
á og setjið þetta á plötu. Síðan er platan sett
inn í heitan bakaraofn, þangað til osturinn
fer að bráðna. Ágætt er að framreiða þetta
með nýjum salatblöðum.
HÚSRÁÐ
Eddik er gagnlegt til margra hluta. Þið vit-
ið, hvernig kállykt leggur tim alla íbúðina,
þegar verið er að sjóða það. Ef þið vætið
bollaþurrku í eddiki og vef jið henni utan um
potthlemminn, áður en þið setjið hann á
pottinn, kemur engin lykt.
Setjið dálítið eddik í suðuvatnið, þegar
þið sjóðið brotin egg, þá hleypur hvítan ekki
út í vatnið.
Ágætt ráð til að halda grænmeti fersku,
ef á að geyma það nokkurn tíma, áður en
það er soðið, er að vefja utan um það stykki,
vættu í eddiki.
Þegar þið sjóðið rúllupylsu, skuluð þið
setja nokkur blöð af bleyttu matarlími milli
laga, áður en þið saumið hana saman, þá
tollir hún betur saman, þegar þið skerið
hana niður.
HEIMILISBLABIÐ — 121