Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1957, Blaðsíða 32

Heimilisblaðið - 01.05.1957, Blaðsíða 32
Við, sem vinnum eldhússtörfin Sitt af hverju fyrir húsmœ&ur Hér hefst í blaðinu nýr þáttur, sem sérstaklega cr ætlaður fyrir húsmæður. Leitazt verður við að miðla ýmsum fróðleik, bæði innlendum og erlend- um, til húsmæðra og húsmæðraefna. Margar nýj- ungar á sviði heimilishalds sjá stöðugt dagsins ljós, og allar miða þær að því að létta húsmæðrunum störfin á einn eða annan hátt. Því miður fara marg- ar íslenzkar húsmæður, sérstaklega til sveita, þeirra á mis. Hér verður gerð tilraun til að bæta úr því. Húsmæðrum er heimilt að senda þættinum fyrir- spurnir um eitt eða annað, er að heimilisstörfun1 lýtur. Jafnframt mættu húsmæður gjarnan skrif® þættinum ýmis snjallræði á sviði heimilisstarfa, sein þeim hefur til hugar komið, og verður þeim þá koifl' ið á framfæri við aðrar starfssystur þeirra. ÞanmS gætu húsmæður látið hver annarri í té ýmsan fróð- leik, sem þær búa yfir, því að það er vitað niá'1 að margar húsmæður eru sannir hugvitsmenn. Set' staklega góðar hugmyndir verða jafnvel verðlaun- aðar. MÖLFLUGAN Einn erkióvinur allra húsmæðra er möl- flugan. Margt hefur sjálfsagt verið ritað um hana og mörg ráð gefin, en aldrei verður góð vísa of oft kveðin, eins og þar stendur. Þessa stundina éta lirfur hennar sig í gegn um þúsundir dýrindis flíka um land allt. Mörgum mundi ekki verða svefnsamt! — Er mölur í klæðaskápnum yðar? Margar húsmæður vita, að mölflugan býr undir þeirra þaki, skortir bara áræði til að leggja til atlögu við hana, því að það er hreint ekki heiglum hent að uppræta hana, til þess þarf maður að vera sífellt á verði. Nú er veðrið til að viðra úti. Það er engan veginn nægi- legt að viðra og bursta fötin úti einu sinni á ári, vetrarfötin á vorin og sumarfötin á haustin. Þau föt, sem við notum ekki að staðaldri, verður að hengja út, í sólina með stuttu millibili. Möllirfan er aðeins nokkr- ar klukkustundir að éta gat á forlátaflík. Klæðaskápa, fatahengi og skúffur verður að þvo rækilega, minnst tvisvar á ári, í einni rifunni getur vel leynzt mölfluga, sem býður eftir tækifæri til að leggja egg sín í einn af beztu kjólunum ykkar. Áður en fötin eru borin inn aftur, verður að sprauta fata- geymsluna með möldrepandi efni og hafa hana vandlega lokaða nokkrar klukkustund- ir. — Föt, sem á að leggja til hliðar til lengrl tíma, á að bursta vel, munið eftir öllui11 saumum og vösum. Kassarnir eða öskjurnar eru viðruð úti í sólinni, og ný dagblöð eru lögð í botninn og milli laga auðvita^ mölkúlur. Þegar þessi föt verða tekin aftur í notkun, má ekki gleyma því að hengja þaU út á snúru einn til tvo daga. Lærið að vefa á einfaldan hátt. Að vefa púða eða annað í heimilið, eí nokkuð, sem við höfum allar löngun til. hver hefur pláss fyrir heilan vefstól? hafa víst fæstar húsmæður. Þess vegna eV þetta ekki svo fráleit hugmynd. Allt og suiflh sem þið þurfið, er dálítill strammi, hekluná^ og garn, sem lætur ekki lit, svo getið Þ1^ ofið ótrúlegustu hluti. Vefa, er nú kannsk1 fullmikið sagt, en það er staðreynd, að þetta er ekki ósvipað vefnaði. Og ekki er þa^ flókið. Rissið munstrið á strammann og fyH1^ upp á eftirfarandi máta: Haldið garninu un^ ir strammanum, stingið heklunálinni niðu1 sérhverja rúðu, dragið upp lykkju, sting10 heklunálinni niður næstu rúðu og dragið upP aðra lykkju og dragið síðan síðari lykkjuu3 gegnum þá fyrri. Á þennan hátt myndagt eins og keðjusaumur, í hvaða átt þið hald1^’ skiptir engu máli, það er hægt að vefa 120 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.