Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1957, Blaðsíða 34

Heimilisblaðið - 01.05.1957, Blaðsíða 34
c£)arnasagan Sendiförin til Spörtu Á lítilli eyju í gríska hafinu var beðið með eftirvæntingu komu skipsins, sem flutti sendiboðann Glykon og fylgdarlið hans til baka frá meginlandinu. Uppskeran hafði brugðist þetta árið, og afkoma eyjarskeggja var í hættu. Hungursneyð myndi brátt gera vart við sig, ef ekki væri hægt að fá korn frá meginlandinu. Þess vegna hafði Glykon, maður, sem var vel máli farinn, verið send- ur til borgarinnar Spörtu til að biðja um hjálp. Nú var hann að koma aftur, og fólk safnaðist saman á hafnarbakkanum. Glykon, sem var eldri maður, gildur vexti og þreytu- legur að sjá, virtist ekki hafa nein góð tið- indi að færa. Svipur hans var þungbúinn, þegar hann steig á land. „Spartverjar, vinir mínir,“ sagði hann, ,,eru sérkennileg þjóð. Við fengum góða ferð til borgar þeirra, sem stendur við Eurotas- fljótið. Ég bar fram, í langri og fagurri ræðu, ósk okkar um að kaupa af þeim korn, þar sem við myndum annars deyja úr hungri. í heila klukkustund eða lengur talaði ég um erfiðleika okkar, og skyldu þeirra til að hjálpa okkur. Það var vissulega löng og snilldarleg ræða, sem ég hélt.“ ,,Já, vissulega,11 kallaði einn úr hópnum, ,,þú hefur sannarlega góðan talanda, Glykon. En hverju svöruðu þeir? Ætla þeir að láta okkur fá kom?“ Glykon gretti sig. „Spartverjar, vinir okk- ar,“ sagði hann daufur í bragði, „eru undar- legar manneskjur. Þeir dást ekki að orða- skrúði. Þegar ég hafði haldið mína fögru ræðu yfir þeim, stóð einn þeirra upp og sagði sperrtur: „Fyrri hluta ræðu þinnar höfum við gleymt, og síðari hlutann skilj- um við ekki, þar sem við höfum gleymt upp' hafinu! Sendið annan mann, sem getur gert sig skiljanlegan í stuttu máli.“ Allir viðstaddir ráku upp skellihlátur, sert1 þó brátt dvínaði. „Þú fékkst þá ekkert 1°^' orð um korn!“, sögðu allir vonsviknir. „I^a hefur þú rekið erindi þitt. Nú verðum vi* að senda ánnan. Spartverjar eru jú þekkt>r fyrir fámælgi sína. Við verðum að finna mann, sem er þeim meira að skapi. HverP eigum við nú að velja?“ Það urðu nokkur ólæti og Glykon greip tækifærið og hvarf heim til sín, og skamU1' aryrði eyjarskeggja ómuðu í eyrum hanS- Loksins urðu menn sammála um að vel]a virðulegan borgara, Kleon að nafni, sem var þekktu: fyrir fámælgi sína, til þessarar mik' ilvægu farar. Kleon var tregur til að taka þetta að sér. „Hvað á ég að segja við Spartverjana • nöldraði hann, á heimleið með syni sínnU1' Agis, fjórtán ára gömlum. Agis, sem val röskur strákur, hafði heyrt margar sögur um Spartverja og dáðist mikið að þeim- „Má ég fara með þér, pabbi?“ sagði hanm „Mig langar svo að koma til Spörtu.“ „Já, því ekki það?“ sagði Kleon. „Kom^u bara með. En hvernig á ég að biðja þessa undarlegu Spartverja um hjálp?“ „Væri það ekki góð hugmynd," sagði AglS^ ,,að sýna þeim tóma kornsekkina okkar- Þannig látum við greinilega í Ijós tilgaU^ inn með komu okkar." „Já, þú segir nokkuð," sagði Kleon ljómaði, „það ætla ég að gera. Það mu!l Spartverjum falla í geð, þessari stoltu, ®er kennilegu og herskáu þjóð.“ 122 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.